10
Júní

Áminning um að aðalfundi Leiðsagnar hefur verið frestað til 18. júní nk.

Af óviðráðanlegum ástæðum er nú orðið ljóst að endurskoðaðir ársreikningar verða því miður ekki tilbúnir fyrir aðalfund.

Til að þurfa ekki að hafa framhaldsaðalfund bara um reikninga hefur stjórn félagsins samhljóða ákveðið að fresta aðalfundi til 18. júní n.k.

Fundarstaður er óbreyttur, þ.e. Stangarhylur 4

Biðjumst við velvirðingar á þessu og þökkum skilninginn

Einnig frestast þá framboðsfrestur til viku fyrir aðalfund, þ.e. til 12. júní n.k.

 

Nokkuð vantar uppá að næg framboð hafi borist fyrir allar trúnaðarstöður og hvetjum við því félagsmenn til að nýta þetta óvænta tækifæri til að bjóða sig fram.

Öll framboð sem hafa nú þegar borist til stjórnarsetu og/eða trúnaðarstarfa fyrir félagið eru sjálfkrafa gild fyrir þennan aðalfund 18.6.

Skv fyrirliggjandi lagabreytingum á að stofna nokkrar nýjar nefndir og verður kosið í þær á fundinum ef þær hljóta samþykki fundarins. Kynnið ykkur þessar tillögur og mátið ykkur við tilvonandi nefndir.

Frestur til að skila inn lagabreytingatillögum er því miður nú þegar liðinn, en allar tillögur sem bárust fyrir tilskilinn frest skv 29.gr laga félagsins (15 dögum fyrir aðalfund, þ.e. fyrir 4.6.) eru teknar gildar. Nokkrar tillögur bárust of seint fyrir áður auglýstan fund (sem átti að vera 9.6.) en komu nógu tímanlega fyrir þessa nýju dagsetningu.

Sent verður út fundarboð á réttum tíma (viku fyrir fund) og þar verða allar lagabreytingar tilgreindar. Þar sem framboðsfrestur rennur út sama dag er ekki hægt að senda út hverjir eru í framboði fyrr en seinna.

Með virðingu og vinsemd og ósk um jákvæð viðbrögð

Pétur Gauti Valgeirsson

Formaður

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image