×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
07
Júlí

Skýrsla um menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði sl. haust starfshóp um menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna. Starfshópnum var ætlað að skoða hvort og þá hvernig hægt væri að efla menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna með áherslu á neytendavernd, náttúruvernd og öryggi. Hópnum var ætlað að líta til erlendra fyrirmynda, s.s. frá Nýja-Sjálandi, við mótun mögulegra tillagna um mismunandi kröfur til mismunandi gerðar leiðsagnar og leggja til grundvallar evrópska staðla um leiðsögunám og hæfi í tungumálum, sem og reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa.

Í starfshópnum sátu fulltrúar Ferðamálastofu, sem jafnframt var formaður hópsins, Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka ferðaþjónustunnar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/06/22/Starfshopur-um-leidsogumenn-skilar-skyrslu-til-radherra/

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image