×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
23
Ágúst

Áfallaþol ferðaþjónustu og órofinn rekstur grundvöllur öryggis starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu á meðan hjarðónæmi er náð

Fréttaflutningur hefur leitt í ljós að töluverðar líkur eru á að COVID-19 smit geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja á næstu vikum og mánuðum á meðan COVID-19 gengur yfir samfélagið, með stýrðum hætti eins og kostur er, þar til hjarðónæmi er náð meðal þjóðarinnar.

Ný afstaðin ríkisstjórnarfundur staðfestir mat sóttvarnaryfirvalda að ekki séu aðrar leiðir færar þar sem bólusettir einstaklingar geta verið smitberar eins og aðrir þrátt fyrir að bólusetningar veiti mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum.

Því er ljóst að framundan er tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur.

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn- félag leiðsögumanna vilja því í sameiningu benda ferðaþjónustufyrirtækjum á eftirfarandi:

  • Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu.
  • Rekstraraðilar þurfa að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einhver einkenni gera vart við sig.
  • Rekstraraðilum er bent á að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum.
  • Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga. M.a. þarf að huga að sóttvarnarhólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita til að tryggja órofna starfssemi sem best.
  • Gott er að skipta starfólki upp í mismunandi vaktir án skörunar eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit.
  • Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum.
  • Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun.
  • Vinnustaðir þurfa að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar.
  • Greining smitaðra starfsmanna utan sóttkvíar felur í sér meiri röskun á starfssemi en 7 daga öryggissóttkví.

Sem ein af grunnstoðum samfélagsins er ferðaþjónusta mikilvæg öllum landsmönnum. Ekki aðeins njóta landsmenn þjónustu hennar t.d. yfir sumartímann heldur er ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verður við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni.

Rekstraraðilar í ferðaþjónustu geta sótt nánari upplýsingar og ráðgjöf til Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Almannavarna og Embættis landlæknis.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image