×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
04
Apríl

Upplýsinga- og félagsfundur

Leiðsögn minnir á upplýsinga- og félagsfundinn sem verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 5. apríl n.k. klukkan 19:00. Fundurinn verður haldinn að Stórhöfða 29, þar sem skrifstofa félagsins er til húsa (gengið inn Grafarvogsmegin).

Fundarefni:

  • Steinunn Harðardóttir og Kristín Waage: Tillaga að breytingum á lögum Leiðsagnar. Greinargerð frá stjórn Fagdeildar. (Þær óska eftir að byrja því þær þurfa að fara fljótt.)
  • Indriði H. Þorláksson: Tillögur að breytingum á lögum félagsins. Á aðalfundi félagsins síðasta sumar var samþykkt að skipa nefnd til að vinna breytinga á lögum félagsins. Undanfarna mánuði hefur lagabreytinganefnd verið að störfum og verða tillögur hennar kynntar á fundinum.
  • Harpa Björnsdóttir: Tillögur að nýjum siðareglum. Endurskoðun siðareglna félagsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið og verða tillögur að breytingum á þeim sem unnar hafa verið í samvinnu við Siðfræðistofnun HÍ kynntar. Tillögur að breytingum á reglum Endurmenntunarsjóðs.
  1. Friðrik Rafnsson: Nokkur mál sem eru ofarlega á baugi í félaginu (breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs, félagavefur, rafrænt félagsskírteini, starfshópur á vegum Menntamálastofnunar, lögverndun starfsheitisins o.fl.).
  2. Umræður og fyrirspurnir.


Fundarstjóri verður Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar.

Athugið að þetta er upplýsingafundur um ofangreint efni. Tillögurnar verða í kjölfarið settar á félagsvefinn (innri vef félagsins) þar sem fólk getur kynnt sér þær og sent inn breytingartillögur.  Þær verða svo lagðar fyrir aðalfund félagsins þriðjudaginn 26, apríl næstkomandi.

Allir félagsmenn (bæði í stéttarfélaginu og fagdeildinni) eru hvattir til að mæta. Fyrir þau ykkar sem ekki komist á fundinn verður hægt að hlusta á hann í streymi og senda inn fyrirspurnir.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image