Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Kæru leiðsögumenn
Upp á síðkastið hefur innan Leiðsagnar mikið verið rætt um fyrirtæki sem hér áður buðu launþegasamband en eru núna einungis að bjóða einhliða verktöku og eru að undirborga verktökum. Einnig hefur mikið verið rætt um fyrirtæki sem bjóða upp á jafnaðarkaup og komast þannig upp með að greiða undir taxta Leiðsagnar. Við þurfum stöðugt að gæta þess að okkur sé greitt samkvæmt gildandi kjarasamningum. Upplýsingar um kjarasamninga má finna á heimasíðu Leiðsagnar:
https://www.touristguide.is/index.php/kjaramal/kjarasamningar
https://www.touristguide.is/images/Launatafla-1.-april-2022-skannad.pdf
Við minnum líka á launhækkanir sem tóku í gildi 01.04.2022 Einnig ber að nefna að það er að sjálfsögðu ólöglegt að ráða leiðsögumenn gegn svartri greiðslu, sem væri þá í formi lægri launa sem ekki eru talin fram til skattayfirvalda, og hafa ber í huga að slík laun veita enga vinnuvernd eða sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði. Leiðsögn getur lítið gert í þessum málum nema vita af þeim og fjölda þeirra. Þess vegna óskar Kjaranefnd Leiðsagnar eftir því að allir leiðsögumenn sýni samstöðu og tilkynni slík brot, sama hvort það er undirboð, brot á kjarasamningum, tilboð um jafnaðarkaup, brot á ráðningarsambandi eða þegar einstaklingar eru neyddir út í verktöku gegn þeirra vilja. Best er að senda allar ábendingar um slík mál á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Með allar ábendingar er farið sem trúnaðarmál og aldrei verður vitnað í einstakling sem kemur með ábendingar. Tölfræðilegar upplýsingar um fjölda slíkra brota hjálpa Leiðsögn mikið í samræðum við viðkomandi fyrirtæki, SAF og SA. Það er einungis með samstöðu sem við getum stöðvað slík brot. „Orðið á götunni“ er ekki nóg, Leiðsögn vantar tölfræðilegar upplýsingar og staðreyndir. Þannig getur félagið varið hagsmuni okkar allra og þar með þeirra sem við erum að þjóna!
Lately there has been some discussion about travel companies, that in the past hired guides as regular employees, but now encourage their staff to do jobs as contractors, and have also been found to underpay their contractors. Also there has been some discussion about companies that offer equalised pay, and hence sometimes get away with paying less than what is determined by the collective agreement of Leiðsögn Union and SAF. You can get information about the collective agreement on the Leiðsögn website: https://www.touristguide.is/index.php/kjaramal/kjarasamningar https://www.touristguide.is/images/Launatafla-1.-april-2022-skannad.pdf Finally it is right to mention that undeclared work (black work) is of course illegal. The offer is usually in the form of a lower payment in return for not announcing it to the Tax-office. Undeclared work does not ensure various rights the worker would otherwise have. It is hard for Leiðsögn Union to react to breaches in these matters, unless they get information about them. That is why Leiðsögn’s Kjaranefnd (the wage committee) encourages all guides to show solidarity and inform about all such incidents, be it underpayment, breaches of the collective agreement, offer of equalised pay, breaches of hiring contract, or when individuals are forced to work as contractors against their will. It is recommended to send information about all such transgressions to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. All information sent to Kjaranefnd will be treated as confidential matter, and individuals sending information will never be mentioned or referred to. It is necessary for Leiðsögn Union to get statistical information about how widespread above mentioned breaches are, and it will help in negotiations with involved companies, as well as SAF and SA. Only with solidarity can we stop these breaches! “Word of mouth” is not enough – Leiðsögn Union needs concrete examples and statistics!
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.