08
Jan

Fyrirlestur um stjórnmál Íslands

Fyrirlestur um stjórnmál Íslands

UTANRÍKISMÁL, SKATTAMÁL OG LAUN (FJARFUNDUR)DAGSETNING: 14.01.25., KL.: 17:00 - 18:00


Kæru leiðsögumenn,
Fræðslunefnd Leiðsagnar verður með örfyrirlestur þann 14. janúar 2025, kl.: 17:00 - 18:00. Viðfangsefnið að þessu sinni fjallar um: Stjórnmál Íslands, utanríkismál, skattamál og laun. Steinn Jóhannsson mun fræða okkur um þessi yfirgripsmál þjóðarinnar, sem hann þekkir mæta vel. Steinn Jóhannsson er okkur leiðsögumönnum vel kunnur, en hann kennir m.a. við Leiðsöguskóla Íslands.Þeir félagsmenn sem eru í stéttarfélaginu Leiðsögn, eða hafa greitt aðildargjaldið félagsins eiga rétt á því félagsstarfi sem Fræðslunefnd Leiðsagnar stendur fyrir.

Hér er slóðin að skráningunni á örfyrirlesturinn:https://forms.office.com/e/1T7q1Jg1D0?origin=lprLink

Félagsmenn sem skrá sig á örfyrirlesturinn fá sendar glærur um viðfangsefnið daginn áður en hann hefst.Skráningu á örfyrirlesturinn lýkur þann 13. janúar 2025. Kostnaður er 2.000 ISK sem greiðist til Leiðsöguskóla Íslands, sjá upplýsingar um greiðsluform á skráningarsíðunni. Fyrirlesturinn verður síðan aðgengilegur þeim er skráðu sig á hann í viku eftir að slóð á upptöku fyrirlestursins hefur verið send út til félagsmanna. 

Örfyrirlestrar Fræðslunefndar Leiðsagnar eru í samstarfi við Leiðsöguskóla Íslands.Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja, Fræðslunefnd Leiðsagnar

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image