30
Jan

Sameining leiðsögufólks innan VR - kynningarfundur 4. febrúar 2025

Boðað er til kynningarfundar þriðjudaginn 4. febrúar kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku.

Eins og áður hefur komið fram hefur á undanförnum mánuðum farið fram vinna í átt að sameiningu Leiðsagnar – félags leiðsögumanna við VR. Á sama tíma hefur farið fram vinna sem stuðlað gæti að sameiningu alls leiðsögufólks undir hatti VR og að henni hafa komið, ásamt Leiðsögn, Félag ökuleiðsögumanna og Félag fjallaleiðsögumanna.

Á fundinum verður kynnt hver staða þessara viðræðna er nú og eru félagsmenn allra félaganna boðnir á fundinn. 

Fundarefni:

 1. Kynning á mögulegri sameiningu VR og Leiðsagnar

 2. Drög að reglum deildar leiðsögufólks í VR

Nánar má lesa um undirbúningsvinnuna á þessum síðum:

https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2833-frettapistill-fra-formanni

https://www.facebook.com/Leikureinn1

Reykjavík, 28. janúar 2025

Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar

 

Hér fyrir neðan er tengill á fjarfundinn á Teams:

Join the meeting now

Meeting ID: 315 531 060 363

Passcode: cB6Kf66r

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image