Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Skrifstofa Leiðsagnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til og með 6. ágúst. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 9. ágúst kl. 13:00. Ef erindið er áríðandi vinsamlegast sendið tölvupóst á formann Leiðsagnar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafið samband í síma 772 5559.
Nýkjörin stjórn stéttarfélagsins Leiðsagnar kom saman á sínum öðrum fundi í dag þar sem meðal annars var tilkynnt opinberlega að Júlíus Freyr Theodórsson, varaformaður Leiðsagnar, hefði ákveðið að segja af sér embætti vegna anna. Það þýðir að Snorri Steinn Sigurðsson, sem hlaut flest atkvæði nýrra stjórnarmanna á aðalfundi þann 9.júní er þar með lýðæðislega kjörinn næsti varamaður, Harpa Björnsóttir, kemur inn sem nýr aðalmaður.
Þar með jafnast kynjahlutfallið í stjórn félagsins úr 20% í 40%, en það hefur verið nokkuð réttilega verið til umræðu innan félagsins. Ég vil sem formaður félagsins þakka Júlíusi kærlega fyrir frábært samstarf og vonast til að eiga hann að í ýmsum mikilvægum málum og ég veit að svo er enda áttum við góðan og sólríkan fund á Akureyri nýverið þar sem hann heimilaði mér sem formanni félagsins að birta afsagnarbréf hans í heild á vef félagsins. Sjá hér fyrir neðan.
Frðrik Rafnsson, formaður stéttarfélagsins Leiðsagnar.
"Til þeirra er málið kann að varða.
Ég undirritaður, Júlíus Freyr Theodórsson kt:210777-4319 segi mig hér með úr stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna af persónulegum ástæðum.
Það hefur verið mér mikil heiður að sitja í stjórn á þessum skrýtnu tímum, að mínu mati hefur stjórn á undanförnu ári lyft grettistaki í uppbyggingu félagsins til framtíðar og það er mín trú að sú verði áfram raunin til framtíðar.
Ég lýsi jafnframt yfir fullu trausti á núverandi stjórn og hvet þau áfram til góðra verka og vona frá dýpstu hjartarótum að áfram verði haldið því góða starfi sem að átt hefur sér stað undanfarið ár.
Akureyri 25.6.2021
Júlíus Freyr Theodórsson"
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði sl. haust starfshóp um menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna. Starfshópnum var ætlað að skoða hvort og þá hvernig hægt væri að efla menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna með áherslu á neytendavernd, náttúruvernd og öryggi. Hópnum var ætlað að líta til erlendra fyrirmynda, s.s. frá Nýja-Sjálandi, við mótun mögulegra tillagna um mismunandi kröfur til mismunandi gerðar leiðsagnar og leggja til grundvallar evrópska staðla um leiðsögunám og hæfi í tungumálum, sem og reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa.
Í starfshópnum sátu fulltrúar Ferðamálastofu, sem jafnframt var formaður hópsins, Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka ferðaþjónustunnar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/06/22/Starfshopur-um-leidsogumenn-skilar-skyrslu-til-radherra/
Skrifstofa Leiðsagnar verður lokuð vikuna 5.-9. júlí vegna sumarleyfa. Ef erindið er brýnt, vinsamlegast hafið samband við formann Leiðsagnar á netfangið formadur(hja)touristguide.is eða í síma 772 559.
Í lok maí útskrifuðust 27 leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands, 19 leiðsögumenn ferðafólks og 8 gönguleiðsögumenn. Eins og oftast áður eru flestir með ensku sem kjörmál en ferðaskipuleggjendur sem bjóða upp á ferðir fyrir þýskumælandi ferðamenn gleðjast væntanlega yfir því að leiðsögumenn sem tala þýsku fjölgar um fimm.
Skólahald var vissulega ekki alltaf með hefðbundnu sniði í vetur en bæði nemendur og kennarar voru sérlega samstarfsfúsir og sýndu mikla aðlögunarhæfni við erfiðar aðstæður, það er óhætt að segja að það er mikill kostur fyrir leiðsögumenn að búa yfir báðum þessum kostum. Nemendur sýndu í vetur að þeir búa yfir ýmsum hæfileikum og að það er mikill fengur fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að fá þau til starfa.
Vala Hafstað flutti ávarp fyrir hönd nemenda við útskriftina. Vala hefur skemmt samnemendum sínum með bæði frumsömdum og þýddum ljóðum á ensku í vetur en hún yrkir líka á íslensku og lauk ávarpinu með þessu fallega ljóði sem segir gefur til kynna hvernig andinn var í hópnum:
Nú flýgur á braut þessi flokkur
með fjaðraþyt – þökk fyrir okkur.
En höldum samt hópinn að vanda;
það hressa mun sálu og anda.
Leiðsögn óskar nýjum leiðsögumönnum til hamingju og hvetur alla til að ganga í félagið og taka þátt í störfum þess.
Aukaaðalfundur Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna var haldinn 8. júní. Á fundinum var kosið í stjórn félagsins og helstu trúnaðastörf sem svo segir:
Aðalstjórn:
Friðrik Rafnsson
Júlíus Freyr Theódórsson
Snorri Steinn Sigurðsson
Valva Árnadóttir
Jakob S. Jónsson
Varamenn:
Harpa Björnsdóttir
Hjörtur Howser
Sigrún Pálsdóttir
Guðný Margrét Emilsdóttir
Ný í stjórn stjórn verða því Snorri, Valva og Jakob. Júlíus er að fara inn á sitt annað ár.
Snorri og Valva eru kjörin til tveggja ára en Jakob tekur sæti Friðriks Rafnssonar sem átti eitt ár eftir af kjörtíma sínum.
Trúnaðarráð
Vegna kjörs í stjórn og varastjórn var sjálfkjörið í 12 sæti aðalmanna og varamanna. Kosið var um sex aðalmenn og sex varamenn.
Eftirfarandi hlutu kjör sem aðalmenn:
Áslaug J. Marinósdóttir.
Birna Imsland.
Hildur Bjarnason.
Indriði H. Þorláksson.
Kári Jónasson.
Þórhildur Sigurðardóttir.
Kosið var á milli þeirra Aldísar Aðalbjarnardóttur og Hildar Bjarnason sem fengið höfðu jafnmörg atkvæði. Hildur var kjörin sem aðalmaður.
Varamenn eru:
Aldís Aðalbjarnardóttir.
Guðni Gunnarsson.
Jónína Birna Halldórsdóttir.
Pétur Gunnarsson.
Sigurður Magnússon.
Stefán Arngrímsson.
Fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður
Sjálfkjörið var í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
Alþjóðanefnd: Pétur Gunnarsson.
Fagráð: Indriði H. Þorláksson.
Fræðslunefnd: Guðný Margrét Emilsdóttir.
Ritnefnd: Sigurður Magnússon.
Kosning stjórnar sjúkrasjóðs félagsins
Fimm voru í framboði og voru kosnir þrír aðalmenn og tveir varamenn.
Þessi hlutu kosningu sem aðalmenn:
Pétur Gauti Valgeirsson.
Ragnheiður Ármannsdóttir.
Vilborg Anna Björnsdóttir.
Varamenn:
Lovísa Birgisdóttir.
Þorsteinn Svavar McKinstry.
Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára
Sjálfkjörið var í þessar tvær stöður. Skoðunarmenn reikninga verða áfram þeir Snorri Ingason og Bergur Álfþórsson.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.