25
Maí

Aðalfundur Leiðsagnar verður haldinn 9. júní næst komandi

Aðalfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9.júní næstkomandi
 
 
Stjórn félagsins minnir á að skv lögum félagsins þurfa lagabreytingatillögur að berast skrifstofu 2 vikum fyrir aðalfund, eða á morgun þriðjudag 26.5.
 
Með sumarkveðju
Stjórn Leiðsagnar
25
Maí

Leiðsögunám í EHÍ

Endurmenntun Háskóla Íslands auglýsir leiðsögunám á háskólastigi.

 

https://us3.campaign-archive.com/?e=&u=f4b194647590bbe9a96a9a81d&id=04204b3ec9

25
Maí

Sumarnamskeið EHÍ fyrir leiðsögumenn

Sem lið í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við stjórnendur, starfsfólk og verktaka í ferðaþjónustu býður Endurmenntun Háskóla Íslands upp á nokkur sumarnámskeið sem gætu nýst leiðsögumönnum. Um er að ræða tvö námskeið í ferðamálafræði sem einnig gætu einnig nýst þeim sem hyggja á nám í leiðsögun hjá EHÍ. Að auki eru nokkur námskeið sem hafa almenna skírskotun og gætu t.d. gagnast sjálfstætt starfandi leiðsögumönnum.

Hvert námskeið kostar kr. 3000.

https://www.endurmenntun.is/namskeid#/sumarurraedi/oll-namskeid/allsemesters

 

22
Maí

Háskólinn á Hólum auglýsir nám fyrir leiðsögumenn

Sem lið í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við stjórnendur, starfsfólk og verktaka í ferðaþjónustu býður Háskólinn á Hólum  upp á ódýrt og aðgengilegt sumarfjarnám í ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Um er að ræða hagkvæma sí/endurmenntun fyrir aðila í ferðaþjónustu en hvert námskeið kostar aðeins 3000,- og er jafnframt lánshæft hjá LÍN.

Umsóknarfrestur  er 28. maí nk. 

Námið verður kennt af Háskólanum á Hólum. 

Hólaskóli fjarnám

18
Maí

Fundur fagdeildar

Fundur fagdeildar

Áður auglýstur fundur fagdeildar Leiðsagnar, sem auglýstur var í mars s.l. en var frestað vegna Covid 19, verður haldinn 28. maí n.k. í sal Eldri borgara að Stangarhyl 4 og hefst kl. 20:00. Fundarefni verður kosning nýrrar stjórnar og skýrsla fyrri stjórnar. Gestur fundarinns verður Guðmundur Björnsson leiðsögumaður og kennslustjóri leiðsögunáms við Endurmenntun Háskóla Íslands en hann mun kynna áform um raunfærnimat hjá EHÍ.

Mætum öll

16
Maí

Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun fjallar um breytingar á vistkerfi Íslands í kjölfar loftlagsbreytinga.

Síðasti fyrirlesturinn í þessari lotu örfyrirlestra í samvinnu EHÍ og Leiðsagnar verður þriðjudaginn 19. maí kl. 16.  Þá mun Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun fjalla um breytingar á vistkerfi Íslands í kjölfar loftlagsbreytinga. Hann nefnir fyrirlesturinn: Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki Íslands

Farið verður yfir nokkur þekkt dæmi um áhrif sem loftslagsbreytingar eru taldar hafa haft á lífríki Íslands, aðallega á landi og í ferskvatni. Komið verður m.a. inn á gróðurfarsbreytingar, áhrif á farfugla, ferskvatnsfiska og spendýr. Einnig verða skoðaðar breytingar á smádýralíf og áhrif lofstlagsbreytinga á landnám framandi tegunda.

Skráning fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=413V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image