10
Maí

Halldór Björnsson verður- og haffræðingur fjallar um loftslagsbreytingar á norðlægum slóðum

Halldór Björnsson verður- og haffræðingur fjallar um loftslagsbreytingar á norðlægum slóðum

Þá er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlestraröð fræðslunefndar Leiðsagnar og Endurmenntunar Háskóla Íslands en þá mun Halldór Björnsson, doktor í veður- og haffræði og formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar fjalla um þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á norðurslóðum í fyrirlestri sem hann kallar: Breytingar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga - áhrif á Íslandi og á hnattræna vísu.

Leiðsögn mun í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjá örfyrirlestra núna í maímánuði, þeim að kostnaðarlausu nema hvað greiða þarf kr. 1.000 í staðfestingargjald fyrir hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM, svo þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu og góða internettengingu.

Fyrirlesturinn fer fram n.k. fimmtudag 14. maí kl. 16:00-17:00

Skráning á  fyrirlesturinn fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=412V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

08
Maí

Aðalfundur Leiðsagnar 2020

Aðalfundur Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020.

Frestur til að senda inn tillögur til lagabreytinga og til framboðs í trúnaðarstöður rennur út 1. júní.

Aaðalfundurinn verður nánar auglýstur síðar. 

04
Maí

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur heldur örfyrirlestur um umbrotin á Reykjanesskaga

Leiðsögn býður félagsmönnum upp á endurmenntun í maí

Minnum á örfyrirlestur sem fer fram á morgun þriðjudag, 5. maí kl. 16:00-17:00. Þá mun Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fjalla um umbrotin á Reykjanesskaga í fyrirlestri sem hann kallar Umbrot á Reykjanesskaga – jarðskjálftar og kvikuhreyfingar. Atburðirnir verða skoðaðir í ljósi fyrri atburða og reynt að spá í spilin.

Leiðsögn mun í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjá örfyrirlestra núna í maímánuði, þeim að kostnaðarlausu nema hvað greiða þarf kr. 1.000 í staðfestingargjald fyrir hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM, svo þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu og góða internettengingu.

Skráning á  fyrirlesturinn fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=411V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

30
Apríl

Áherslur ASÍ í menntamálum í tengslum við COVID-19 efnahagskreppuna

Alþýðusamband Íslands leggur áherslu á að breytingar í atvinnulífinu og á vinnumarkaði með nýrri tækni og breyttum atvinnuháttum kalla á nýjar áherslur og breytt vinnubrögð. Þær fela í sér nýjar áskoranir og tækifæri fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið allt. Til framtíðar þarf að styðja við og styrkja atvinnulíf sem byggir á heilbrigðum vinnumarkaði, sanngjörnum umskiptum, sjálfbærni, frumkvæði og nýsköpun.

Efnahagskreppan í kjölfar Covid-19 hefur að einhverju marki ýtt undir örari breytingar og kallar á að efnahags- og atvinnulífið sé byggt upp að nýju með skýra framtíðarsýn. Samfélagið þarfnast góðrar hæfni og þar með öflugs menntakerfis sem er í senn fjölbreytt og sveigjanlegt og öllum aðgengilegt.

ASÍ tekur þátt í samhæfingarhópi félags- og barnamálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra sem var falið að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og atvinnu- og menntaúrræði þeirra við breyttar aðstæður. Umboð þess hóps er  takmarkað, en ASÍ telur að víðtækari stefnumótunar til lengri tíma sé þörf í menntamálum og hæfniþróun og leggur eftirfarandi atriði til grundvallar þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er:

[if !supportLists]ü  [endif]Menntakerfið, þ.m.t. símenntun og framhaldsfræðsla, verði kortlagt með hliðsjón af skipulagi, námsframboði, fjármögnun, markhópum, lýðfræði og búsetu. Sérstaklega verði horft til þarfa innflytjenda og annarra viðkvæmra hópa. Í kjölfar kortlagningar verði gerðar tillögur um framtíðarskipulag heildstæðs menntakerfis sem nær til bæði formlegrar og óformlegrar menntunar.

[if !supportLists]ü  [endif]Ráðist verði í að bæta söfnun tölfræðiupplýsinga og úrvinnslu gagna sem lúta að færnigreiningum. Nauðsynlegt er að fyrir liggi góð þekking, greining og mat á starfstækifærum í einstökum fögum, atvinnugreinum og störfum til nokkurra ára svo að hægt verði að móta heildræna stefnu í mennta-, vinnumarkaðs- og atvinnumálum.

 

[if !supportLists]ü  [endif]Aukin áhersla verði lögð á starfsmenntun á öllum skólastigum, samhliða því að stuðla að gagnrýnni hugsun og nýsköpun. Sérstaklega verði nemendum kynnt tækifæri í verk- og tæknigreinum, heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu og menntakerfinu. Tryggt verði nægilegt framboð á starfsnámi á framhaldsskólastigi og aukið verulega fjármagn til Vinnustaðanámssjóðs til að tryggja betri nýtingu sjóðsins og stöðu þeirra sem eru á námssamningum. Komið verði á fagháskólastigi með formlegum hætti sem m.a. auðveldi aðgang starfsmenntaðra að háskólum. Markmið með þróun fagháskólanáms er að koma til móts við síbreytilegar og vaxandi þarfir atvinnulífsins fyrir fjölbreyttari menntun.

 

[if !supportLists]ü  [endif]Framboð símenntunar verði aukið með þarfir einstaklinga, vinnumarkaðar og nútímasamfélags í huga. Tryggja þarf að einstaklingar hafi úrræði til að bæta færni  þróa nýja færni til að  geta skipt um störf og starfsvettvang. Markmiðið er að allir á vinnumarkaði njóti góðs af áhrifum tæknibreytinga í atvinnulífinu.

[if !supportLists]ü  [endif]Raunfærnimat verði aukið á öllum skólastigum og aðgengi einstaklinga að námi og þjálfun í framhaldi af raunfærnimati verði tryggt. Raunfærnimat er eitt öflugasta tækið sem þróað hefur verið til að meta færni fólks á vinnumarkaði og jafnframt hvetja til frekara náms.

[if !supportLists]ü  [endif]Efla þarf rafræna upplýsingamiðlun um nám og störf og rafræna náms- og starfsráðgjöf þar sem byggt er á styrkleikum einstaklinganna og áhugasviðum, og mögulegum náms- og atvinnutækifærum til framtíðar.  Þróa þarf aðferðir til að ná til þeirra einstaklinga sem hafa þörf á að nýta sér þessa þjónustu. Jafnframt þarf að bjóða uppá heildstætt fjarnám sem kost í framhaldsfræðslu, í framhaldsskólum og háskólum.

[if !supportLists]ü  [endif]Fara þarf strax í endurskoðun laga um menntun og námslána- og styrkjakerfi þannig að hvoru tveggja þjóni markmiðum um eflingu menntunar og tækifæri fyrir alla óháð efnahag. Í breyttu umhverfi mennta- og atvinnulífs þurfa lögin að vera í samræmi við nýjar aðstæður.  Nauðsynlegt er að aðilar vinnumarkaðar eigi formlega aðild að þeirri endurskoðun.

[if !supportLists]ü  [endif]Að þegar í stað verði skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda sem verði falið að móta hæfnistefnu fyrir Ísland líkt og í nágrannalöndunum. Í hópnum eigi sæti aðilar vinnumarkaðar, menntakerfis og stjórnvalda. Markmið stefnunnar verði að tryggja að framboð af námi og fræðslu sé í samræmi við þarfir samfélagsins hverju sinni og hagsmuni vinnandi fólks. Jafnframt að mótuð verði stefna með aðgerðum, til að bæta samspil menntakerfis og vinnumarkaðar.

30
Apríl

1. maí með öðru sniði í ár

1.mai logo

Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á Rúv (kl. 19:40).

Sjá dagskrá hér á síðu ASÍ

28
Apríl

Leiðsögn býður félagsmönnum upp á endurmenntun í maí

Leiðsögn býður félagsmönnum upp á endurmenntun í maí

Leiðsögn mun í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjá örfyrirlestra núna í maímánuði, þeim að kostnaðarlausu nema hvað greiða þarf kr. 1.000 í staðfestingargjald fyrir hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM, svo þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu og góða internettengingu.

Fyrsti fyrirlesturinn fer fram nk. þriðjudag, 5. maí kl. 16:00-17:00. Þá mun Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fjalla um umbrotin á Reykjanesskaga í fyrirlestri sem hann kallar Umbrot á Reykjanesskaga – jarðskjálftar og kvikuhreyfingar. Atburðirnir verða skoðaðir í ljósi fyrri atburða og reynt að spá í spilin.

Þann 14. maí kl. 16:00 mun Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands fjalla um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á norðurslóðum. Efnið verður nánar kynnt síðar.

Síðasti fyrirlesturinn í þessari lotu verður þriðjudaginn 19. maí kl. 16.  Þá mun Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun fjalla um breytingar á vistkerfi Íslands í kjölfar loftlagsbreytinga. Nánari kynning síðar.

Skráning á fyrsta fyrirlesturinn fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=411V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image