02
Apríl

Ráðningarréttindi leiðsögumanna

Ráðningarréttindi leiðsögumanna

Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna - hefur fengið upplýsingar þess efnis að leiðsögumönnum með ótímabundna ráðningu hafi verið sagt upp störfum án þess að hafa verið boðið hlutastarf skv. nýsamþykktum lögum. Hvetur Leiðsögn þá til að gæta réttar síns í þessum efnum og fara þess á leit við vinnuveitanda sinn að fá ráðningu í hlutastarf með þeim réttindum sem hún veitir.

Þá hefur leiðsögumönnum sem starfað hafa samfellt árum saman hjá sama aðila skv. svokallaðri ferðaráðningu verið sagt upp störfum eða áður áætluð verkefni þeirra felld niður án þess að þeir njóti uppsagnarréttar og uppsagnarfrests. Með þessu eru þeir ekki aðeins sviptir launum en einnig útilokaðir frá því að geta notið hlutastarfsbóta skv. ný samþykktum lögum.

Leiðsögn telur að um þessi störf gildi lög nr. 19/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna að því er varðar þá sem uppfylla skilyrði laganna. Í 4.gr. þessara laga segir „Starfsmaður með tímabundna ráðningu skal hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfmaður með ótímabunda ráðningu að þeirri áðstæðu einni að hann er ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna.” 

Fjöldi „ferðaráðinna”  leiðsögumanna uppfyllir þau skilyrði sem lögin setja þ.e. að hafa starfað hjá sama fyrirtæki í tvö ár eða lengur samfellt með eðlilegum hléum. Þessir leiðsögumenn eiga lögum samkvæmt sama rétt á launuðum uppsagnarfresti og þeir fastráðnir eru og þar af leiðandi einnig rétt á samningi um skert starfshlutfall og hlutabætur. Vanræksla á því að ganga formlega frá ótímabundnum samning, sbr. 5. gr. laganna getur ekki orðið til þess að skerða ótvíræðan rétt starfsmannsins skv. 4. gr. þeirra.

Leiðsögn hefur beint því til launagreiðenda leiðsögumanna að þeir láti ferðaráðna leiðsögumenn njóta þess réttar sem þeim ber samkvæmt tilvitnuðum lögum og vonar að þeir verði við þeirri ósk með því að leiðsögumaður sem uppfyllir skilyrði laganna fái annað hvort a) uppsagnarfrest á launum í samræmi við það sem gildir um fastráðna starfsmenn eða b) við hann gerður ótímabundinn samningur um hlutastarf.

Að gefnu tilefni skal bent á að óheimilt er að segja manni upp störfum og semja við hann um hlutastarf í uppsagnarfrestinum. Til þess að fá bætur frá VMST vegna minnkunar starfshlutfalls verður að vera í gildi ótímabundinn ráðningarsamningur.

31
Mars

Hlutastarf þýðir hlutastarf - Part-time work means part time work

Hlutastarf - þýðir hlutastarf

Atvinnurekendum er óheimilt að fara fram á meira starfshlutfall af hendi launamanns en fram kemur í samkomulagi um hlutastarf.

Láttu okkur vita ef fyrirtæki brjóta gegn þessu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.;mailto:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Part-time work means part-time work

Businesses do not have the right to ask employees to work longer hours than stated in the agreement on part-time work.

If a company does not respect this, let us know by sending an email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Praca na niepełny etat oznacza pracę na niepełny etat

Pracodawca nie może wymagać od pracobiorcy wykonywania pracy w większym wymiarze godzin niż przewiduje porozumienie o pracy na niepełny etat.

Jeżeli jakieś przedsiębiorstwo nie stosuje się do tego przepisu, prosimy o kontakt w tej sprawie na This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

23
Mars

Atvinnuleysisbætur

Atvinnuleysisbætur

19. mar 2020

Til Leiðsögumanna sem hafa greitt stéttarfélagsgjöld til Leiðsagnar síðustu 12 - 36 mánuði. Að höfðu samráði við Vinnumálastofnun þá verður hægt að fara auðveldari leið. Launþeginn sækir einungis vottorð frá síðasta vinnuveitanda og fær síðan staðfestingu frá Leiðsögn vegna fyrri vinnuveitenda. Þ.e.a.s. Leiðsögn staðfestir út frá greiddum stéttar-félagsgjöldum.

20
Mars

Félagsfundi fagdeildar Leiðsagnar aflýst

 20. mar 2020

Félagsfundi fagdeildar Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna sem boðaður hafði verið þann 24. mars nk. er því miður aflýst vegna COVID-19 og þess samkomubanns sem hér hefur verið sett á. Nýr fundur verður boðaður um leið og fært verður.

19
Mars

Atvinnuleysisbætur

Atvinnuleysisbætur

19. mar 2020

Til Leiðsögumanna sem hafa greitt stéttarfélagsgjöld til Leiðsagnar síðustu 12 - 36 mánuði. Að höfðu samráði við Vinnumálastofnun þá verður hægt að fara auðveldari leið. Launþeginn sækir einungis vottorð frá síðasta vinnuveitanda og fær síðan staðfestingu frá Leiðsögn vegna fyrri vinnuveitenda. Þ.e.a.s. Leiðsögn staðfestir út frá greiddum stéttar-félagsgjöldum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image