16
Mars

Frestun á ráðstefnu

Vegna Corona veirunnar er búið að fresta ráðstefnu norrænna leiðsögumanna sem átti að vera í Kaupmannahöfn 16. - 19. apríl.

13
Des

Mínar síður

Mínar síður Leiðsagnar 

Leiðsögn kynnir með stolti nýja þjónustu fyrir félagsmenn. Nú geta félagsmenn farið sjálfir inn á Mínar síður og afgreitt sig sjálfir með allar umsóknir í sjúkrasjóð og endurmenntnarsjóð. Þessi þjónusta mun verða til mikillar hagræðingar fyrir alla og flýta allri meðferð umsókna í sjóði félagsins.

12
Des

Desemberuppbót 2019

Leisögumenn, athugið hvort þið hafið fengið desemberuppbót greidda samkvæmt kjarasamningum. Sjá grein 2.2 í kjarasamningum 2019.

2.2. Desember- og orlofsuppbót fastráðinna 2.2.1. Desemberuppbót Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf starfsmanns er:

Árið 2019 kr. 92.000

Árið 2020 kr. 94.000

Árið 2021 kr. 96.000

Árið 2022 kr. 98.000

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall, öllum starfsmönnum sem verið hafa með tímabundna eða ótímabundna ráðningu hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt starf í þessu sambandi telst vinna í 45 vikur fyrir utan orlof. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

10
Des

Notkun á eigin síma

Að gefnu tilefni þá viljum við hjá Leiðsögn minna á að atvinnurekanda ber að greiða leiðsögumanni fyrir not á eigin síma samkvæmt kjarasamningi.

Í grein 4.3 segir:

4.3. Fjarskipti
Ferðaskrifstofa tryggi að leiðsögumaður hafi aðgang að síma eða fjarskiptatæki í ferðum. Heimilt er að semja um afnot af einkasíma leiðsögumanns í ferðum eftir þörfum hverju sinni.

11
Nóv

Öflugt vinnustaðaeftirlit

Hérna á að koma frétt um nýtt öflugt vinnustaðaeftirlit. Samningur við Verkalýðsfélagið Báruna á Selfossi gefur okkur möguleika á því að sinna vinnustaðaeftirliti 5 daga í viku.


Test

Við ætlum að bregða okkur á Selfoss og skrifa undir samning við Báruna/Hjalta Tómasson.

það væri gaman að afhenda Hjalta fána Leiðsagnar með nýja logganum og taka mynd við undirritun samnings.

 

Sjá myndir hér.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image