Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Pistill í vikulok frá Drífu Snædal formanni ASÍ
Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki.
Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi.
Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi.
Góða helgi,
Drífa
Í nýasta fréttabréfi ASÍ er meðal annars fjallað um hlutastörf og hlutabætur, sem og atvinnuleysi og hlutabætur
Svanbjörg Einarsdóttir í viðtali hjá Morgunblaðinu um hið grafalvarlega ástand sem blasir við leiðsögumönnum þessa dagana.
Kæru félagar
Vegna samkomubanns neyðumst við til að fresta aðalfundi sem fyrirhugaður var í lok mánaðarins um óákveðin tíma. Þegar ástandið leyfir verður aðalfundur auglýstur með mjög góðum fyrirvara. Ég vek athygli á því að hægt er að senda inn lagabreytingatillögur og framboð til trúnaðarstarfa á netfang skrifstofunnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Ársreikningar munu liggja frammi fyrir mánaðarmót, en aðgengi að þeim verður auglýst síðar.
Við höfum engar heimildir til að halda rafrænan aðalfund og því mikil óvissa um lögmæti slíks fundar.
Með vorkveðju
f.h. stjórnar Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna
Pétur Gauti Valgeirsson
formaður
Hlédrægur leiðsögumarður verður forseti
Í tilefni af nítíu ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur birtum við hér viðtal sem tekið var við hana fyrir afmælisrit Félags leiðsögumanna sem útgefið var í tilefni 40 ára félagsins.Hlédrægur leiðsögumaður verður forseti
Fréttatilkynning frá Leiðsögn – stéttarfélagi leiðsögumanna
Leiðsögumenn huldufólk í íslenskri ferðaþjónustu?
Nánast engum leiðsögumanni sagt upp og fáir í hlutastarfi!!?
Reykjavík, 8.apríl 2020
Þetta hljómar eins og góðar fréttir í ástandi þar sem nánast öll ferðaþjónusta liggur niðri vegna Covid 19 en þegar betur er að gáð er reyndin önnur. Leiðsögumenn sem starfsstétt er nánast réttindalaus og má líkja stöðu þeirra við daglaunamenn hér á árum áður. Þá hafa undiboð tíðkast og í stað menntaðra leiðsögumanna fengnir til verksins erlendir hópstjórar á lægri launum. Ótrúlegt en satt, þetta voru kjörin á mesta uppgangstímabili í sögu íslenskrar ferðaþjónustu! Í dag er engin vinna í boði, réttur til atvinnuleysisbóta tvísýnn og hlutastarfaleiðin frostahillingar.
Grunnur veikrar stöðu þessarar vel menntuðu stéttar er meingallað ráðningssamband við atvinnurekendur. Flestir leiðsögumenn eru ferðaráðnir, ákveðnar klukkustundir á dag og starfa oft fyrir margar ferðaskrifstofur. Þeir hafa engan uppsagnarrétt og atvinnuöryggi er ekkert. Hægt er að fella niður ferð með allt að 24 stunda fyrirvara og situr leiðsögumaður uppi með skaðann. Leiðsögumenn starfa um kvöld og nætur, helgar, jól, páska og eru oft langdvölum burtu frá heimili sínu en við mat á starfshlutfalli hafa ferðaskrifstofur farið sína leiðina hver. Niðurstaðan er sú að afar fáir leiðsögumenn ná fullum atvinnuleysisrétti og munu sitja uppi með skertar atvinnuleysisbætur langt undir lágmarksframfærslu viðmiðum út árið því ekki er líklegt að margir ferðamenn slæðist hingað á næstunni.
Talsverður fjöldi sk.ferðaráðinna“ leiðsögumanna hefur þó starfað lengi hjá sama fyrirtæki og uppfyllir skilyrði laga nr. 19/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna að hafa starfað hjá sama fyrirtæki í tvö ár eða lengur samfellt með eðlilegum hléum. Þessir leiðsögumenn eiga lögum samkvæmt sama rétt á launuðum uppsagnarfresti og þar af leiðandi einnig rétt á samningi um skert starfshlutfall og hlutabætur. Í 4.gr. þessara laga segir „Starfsmaður með tímabundna ráðningu skal hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfmaður með ótímabunda ráðningu að þeirri áðstæðu einni að hann er ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna.”
Fá fyriræki hafa virt þennan rétt leiðsögumanna og þeir sem fengið hafa hlutabætur eru nær eingöngu ökuleiðsögumenn, í flestum tilfellum karlmenn.
Staða leiðsögumanna er því grafalvarleg, tekjutapið algjört, fyrirsjáanlegt atvinnuleysi um langa hríð og skertar eða litlar bætur þrátt fyrir að þetta fólk hafi borgað sína skatta og skyldur í sameiginlega sjóði landsmanna.
Nánari upplýsingar:
1. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, gsm: 8619617
2. Sigríður Guðmundsdóttir, í stjórn Leiðsagnar, gsm: 891 9917
3. Svanbjörg H. Einardsdóttir, í stjórn Leiðsagnar, gsm: 895 6388
Fylgigögn: 1. Punkar um stöðuna 2. Umsögn um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þskj. 1128 – 664 3. Bréf til fyrirtækja með leiðsögumenn í starfi 4. Launatafla leiðsögumanna
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.