04
Maí

Kveðja frá Jónu Fanneyju, nýkjörnum formanni Leiðsagnar

JFF web

Kæru félagar.

Á aðalfundi Félags leiðsögumanna í gærkveldi var ég kosinn formaður félagsins. Af alhug þakka ég öllum þeim studdu mig í þetta ábyrgðamikla embætti.

Skipstjórinn í brúnni mun þó aldrei njóta aflasældar nema áhöfnin innanborðs sé skipuð kappsömu, traustu og hörkuduglegu fólki. Og það er sannarlega mikill fengur af því góða fólki sem kosið var í stjórn Leiðsagnar og aðrar trúnaðarstöður.

Stjórn Leiðsagnar skipa nú, auk mín, eftirtaldir aðilar:

Aðalstjórn:

Dóra Magnúsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir

Snorri Steinn Sigurðsson

Leifur Björnsson

Varastjórn:

Hallfríður Þórarinsdóttir

Halldór Kolbeins

Sigurður Albert Guðmundsson

Jóhanna Magnúsdóttir

 

Um leið og við komumst nær lyklaborði og heimasíðu Leiðsagnar mun einnig allt það góða fólk sem kosið var í aðrar trúnaðarstöður leiðsagnar kynnt til leiks.

Þá ber ekki síst að þakka fráfarandi stjórn sem sinnt hefur ötulu og óeigingjörnu starfi undanfarin ár í þágu okkar félagsmanna. Ég met störf þessa fólk mikils, þótt hugmyndafræði okkar varðandi Félag leiðsögumanna, stefna og markmið gætu verið ólík.

Ég gantaðist við fráfarandi formann á fundinum í gær að nú væri ég tekin við keflinu sem ,,óvinsæli gaffallinn í skúffunni”, því ósjaldan sætir fólkið sem er í eldlínunni gagnrýni. Stundum á sú gagnrýni rétt á sér, en langoftast er hún óréttmæt.

Sjálf met ég það mikils að fá að vita hvað við í stjórn getum gert betur, fremur en gagnrýni á störf okkar fari eingöngu fram á kaffistofunni á Geysi  

Mér finnst mikilvægt að fram komi að afar mjótt var á munum okkar Friðriks Rafnssonar í formannskjörinu. Aðeins tvö atkvæði skildu á milli. Sú niðurstaða sýnir vel að fjöldi félagsmanna hefur verið mjög ánægður með störf Friðriks sl. tvö ár.

En eins og gamall samstarfsfélagi minn orðaði það svo oft; ,,Helvítis lýðræðið alltaf að þvælast fyrir.”

Í spjalli okkar Friðriks eftir fundinn sýndi hann mér mikla velvild, bauð fram aðstoð sýna og upplýsingar ef á þarf að halda. Það finnst mér virðingarvert og sýna hans innri mann. Hafi hann þökk fyrir!

Eins og ég hef bent á, á kynningarsíðu minni fyrir framboð mitt, eru það einkum þrjú veigamikil atriði sem ég mun leggja höfuðáherslu á í komandi stjórnarsamstarfi:

  •  Leiðrétting launa leiðsögumanna í komandi kjarasamningum
  •  Sameining og samstaða allra leiðsögumanna sem starfa hérlendis
  •  Mótun skilvirkrar framtíðarsýnar Félags leiðsögumanna með félagsmönnum

Nýkjörin stjórn er full eldmóðs. Við ætlum að efla upplýsingaflæði til félagsmanna til muna, m.a. með því að senda reglulega út rafrænt fréttabréf.

En án stuðnings og þátttöku grasrótarinnar erum við lítils megnug, félagið okkar þarf fleiri hendur og raddir upp á dekk. Því vona ég að heyra sem mest frá ykkur og býð ykkur velkomin á skrifstofu félagsins til skrafs og ráðagerða.

Að því sögðu fer ég á ljóðrænur nóturnar hér í lokin og leyfi stórskáldinu Einari Ben að eiga siðasta orðið með einni línu úr kvæði hans Fákum: ,,maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.”

STÖNDUM SAMAN!

VÖXUM SAMAN!

Takk fyrir mig.

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Ps. Fyrir þau ykkar sem þekkið ekki deili á mér, vísa ég á kynningarsíðu framboðs míns: https://amos.is/

03
Maí

Aðalfundur Leiðsagnar 3. maí. kl. 18:00 / General Meeting, May 3rd at 18:00

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA - 3. maí 2023, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2023 er haldinn í dag 3. maí, kl. 18:00 að Stórhöfða 29

(gengið inn Grafarvogsmegin).

General meeting is today, May 3rd, at 18:00 at Stórhöfði 29 (entrance behind the building).

Aðalfundurinn er einnig netfundur.

The General meeting is also a zoom meeting

Hér er krækja á fjarfund / Join Zoom meeting here
https://us02web.zoom.us/j/86992149440

Nöfn þátttakenda þurfa að koma fram við innskráningu á fjarfund svo hægt sé að bera saman við kjörskrá.

Names of online participants need to be visible when registering for the zoom-meeting to compare with the voting list.

Ávarp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra ávarpar Aðalfundinn.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi / Program:

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
  2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
  3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
  7. Kosning til trúnaðarráðs.
  8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
  9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
  10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
  11. Önnur mál.

Kosning fer fram á innri síðum Félagavefsins á heimasíðu Leiðsagnar, https://innskraning.island.is/?id=https://leidsogn.filmis, innskráning með rafrænum skilríkjum.

Voting in online, on https://innskraning.island.is/?id=https://leidsogn.filmis „Félagavefur“. Access with electronic identification.

Kynning frambjóðenda er á innri síðum Leiðsagnar – „Félagavefur“.

Information on candidates for positions of confidentiality is on „Félagavefur“.

Framboð sem hafa borist til trúnaðarstarfa / Candidates for positions of confidentiality:

Til Trúnaðarráðs / Council of Representatives (6 aðalmenn og 6 varamenn til eins árs):

Áslaug Jóna Marinósdóttir

Bára Kristín Pétursdóttir

Emil Örn Kristjánsson

Erika Martins Carneiro

Guðný Margrét Emilsdóttir

Gróa Másdóttir

Hildur Bjarnason

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Jens Ruminy

Jóhanna Magnúsdóttir

Kári Jónasson

Sigrún H. Pálsdóttir

Valva Árnadóttir

Til Fagráðs / Academic council (einn aðalmann til 2ja ára):

Sigrún Stefánsdóttir

Sigrún Eiríksdóttir

 

Til Fræðslunefndar / Educational Committee (einn aðalmann til 2ja ára):

Guðný Margrét Emilsdóttir

Margrét Kristín Jónsdóttir

Til Upplýsinganefndar / Writing Commitee (einn aðalmann til 2ja ára):

Kári Jónasson

Kristín Sætran

Til stjórnar Sjúkrasjóðs / Board of Sickness Benefits Fund:

Pétur Gauti Valgeirson

Ragnheiður Ármannsdóttir

Sigrún H. Pálsdóttir

Vilborg Anna Björnsdóttir

Þorsteinn McKinsky

 

Til stjórnar Endurmenntunarsjóðs / Board of Re-educational Fund:

Birna Ragnheiðardóttir Imsland

28
Apríl

1. maí dagskrá / May 1st program

Kæru Leiðsagnarfélagar! / Dear members of Leiðsögn!

Við hvetjum ykkur til að fjölmenna í kröfugöngu á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí nk. og á útifundinn sem haldinn verður í kjölfarið á Ingólfstorgi. Safnast verður saman kl. 13.00 á Skólavörðuholtinu og hefst gangan kl. 13.30. Ræður flytja Sonja Ý Þorbersdóttir formaður BSRB og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ en Hljómsveitin Dimma og Stefanía Svavars spila. Eftir að fundarhöldum er lokið býður Leiðsögn félögum sínum í kaffi og léttar kaffiveitingar á veitingastaðnum Hnoss í Hörpu (kl. ca. 15.00).

Maður er manns gaman, hittumst ræðum okkar málefni leiðsögufólks augliti til auglitis, sumarið og kjarabaraáttuna fram undan.

 

Gathering for the May 1st march is at 13:00 at Skólavörðuholt, downtown by Hallgrímskirkja. The march starts at 13:30 and ends at Ingólfstorg. After the official program with specches and entertainment Leiðsögn invites its members for a coffee and chat at Hnoss restaurant in Harpa at ca. 15:00.

Kveðja,

1.maí nefndin.

24
Apríl

Leiðbeiningar varðandi kosningar / Instruction on how to vote

Ágætu félagsmenn/ Dear members of Leiðsögn

 

Kjör til formanns og stjórnar Leiðsagnar er hafin og stendur til  miðnættis 30. apríl. Kosningarnar eru rafrænar.

General elections to chairman and board of Leiðsögn has started. You can vote undtil midnight of April 30th. The elections are online.

 

Leiðbeiningar:

  • Farið inn á heimasíðu Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/
  • Smellt á „Félagavefur“
  • Farið er inn á „Félagavefinn“ (innri vef) á rafrænum skilríkjum.
  • Þar er farið inn á „Rafrænar kosningar“.
  1. Kjósa þarf til formanns – 1 aðila
  2. Kjósa þarf til stjórnar – 2 aðila

Instructions:

  • Go to https://www.touristguide.is/
  • Hit the banner „Félagavefur“.
  • Access is with electronic identification (isl. rafræn skilríki).
  • Once inside you hit the button „Rafrænar kosningar“.
  • You vote:
  1. Chairman (isl. formaður) – 1 person
  2. Board (isl. stjórn) – 2 persons

 

Með kveðju!

Leiðsögn

22
Apríl

Framboð til annarra trúnaðarstarfa

Önnur trúnaðarstörf:

Frestur til að skila inn framboðum til annarra trúnaðarstarfa, s.s. trúnaðarráðs, stjórna sjóða og í fastanefndir, rennur út á miðnætti 23. apríl og verður kosið í þau störf á aðalfundinum 3. maí.Frambjóðendur geta kynnt sig á innri síðum á Félagavef á heimasíðu félagsins. Kynning þarf að berast skrifstofu leiðsagnar í tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) áður en framboðsfresti lýkur. Þar þarf að koma fram menntun frambjóðenda, reynsla af leiðsögn og helstu áherslur. Auk þess er mælt með að mynd fylgi framboðsupplýsingum.

Framboð sem þegar hafa borist:

Til Trúnaðarráðs (6 aðalmenn og 6 varamenn til eins árs):

Áslaug Jóna Marinósdóttir

Bára Kristín Pétursdóttir

Emil Örn Kristjánsson

Erika Martins Carneiro

Guðný Margrét Emilsdóttir

Gróa Másdóttir

Hildur Bjarnason

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Jens Ruminy

Jóhanna Magnúsdóttir

Kári Jónasson

Sigrún H. Pálsdóttir

Valva Árnadóttir

Til Fagráðs (einn aðalmann til 2ja ára):

Sigrún Stefánsdóttir

Sigrún Eiríksdóttir

Til Fræðslunefndar (einn aðalmann til 2ja ára):

Guðný Margrét Emilsdóttir

Margrét Kristín Jónsdóttir

Til Upplýsinganefndar (einn aðalmann til 2ja ára):

Kári Jónasson

Kristín Sætran

Til stjórnar Sjúkrasjóðs:

Pétur Gauti Valgeirson

Ragnheiður Ármannsdóttir

Sigrún H. Pálsdóttir

Vilborg Anna Björnsdóttir

Þorsteinn McKinsky

Til stjórnar Endurmenntunarsjóðs:

Birna Ragnheiðardóttir Imsland

22
Apríl

ÁBENDING til félagsmanna Leiðsagnar

HNIPP TIL FÉLAGSMANNA

Kæru félagsmenn Leiðsagnar.

Við minnum á að í ár fer kosning til formanns og stjórnar fram með nýjum hætti, kosið verður rafrænt FYRIR aðalfund, og hefst kosningin 23. apríl og lýkur 30. apríl 2023.

Kosning fer fram á á innri síðum Félagavefsins á heimasíðu Leiðsagnar, innskráning með rafrænum skilríkjum. Niðurstöður verða kynntar á aðalfundinum 3. maí 2023.

Kosning til annarra trúnaðarstarfa fer fram á aðalfundinum 3. maí, einnig rafrænt. Framboðsfresti til trúnaðarstarfa lýkur á miðnætti 23. apríl 2023.

(Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rann út á miðnætti 18. apríl.)

Til að kjósa rafrænt þarf að hafa rafræn skilríki og bendum við félagsmönnum sem ekki hafa þau nú þegar á að tryggja sér þau til þess að hafa aðgengi að Félagavef.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar og formanns rann út á miðnætti 13. apríl.

Kynningar á frambjóðendum til formanns og stjórnar er að finna á innri síðum Félagavefsins á heimasíðu Leiðsagnar, innskráning með rafrænum skilríkjum.

 

Í framboði eru:

Til formennsku:

Friðrik Rafnsson

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Kjósa má einn.

 

Til stjórnar (2 aðalmenn og 4 varamenn):

Bergsteinn Harðarson

Dóra Magnúsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir

Halldór Kolbeins

Hallfríður Þórarinsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir

Snorri Steinn Sigurðsson

Sigurður Albert Ármannsson

 

Kjósa má minnst einn og mest tvo.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image