Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Kæru félagsmenn.
Nú er ráðherra ferðamála í fundaleiðangri að kynna frekar drög að ferðamálastefnu til 2030 og aðgerðaáætlun. Þessi drög er að finna í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lítið minnst á leiðsögumenn og full ástæða til að skoða þetta vel. Leiðsögn hvetur alla leiðsögumenn til að kynna sér málið.
Frétt frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu - tengill: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/28/Drog-ad-ferdamalastefnu-og-adgerdaraaetlun-til-2030-til-umsagnar-i-samradsgatt/
Kynning á fundaleiðangrinum - tengill: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/ferdathjonusta/ferdamalastefna
Drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 - tengill: https://island.is/samradsgatt/mal/3702
Sjá einnig fyrstu drög frá 2023 að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 - tengill: https://island.is/samradsgatt/mal/3591
AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA
4. apríl 2024, kl. 18:00
Aðalfundur Leiðsagnar 2024 verður haldinn 4. apríl n.k. kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).
General meeting will be held April 4th, at 18:00 at Stórhöfði 29 (entrance behind the building).
Aðalfundurinn er einnig netfundur. Nánari upplýsingar um netfund verða sendar út síðar.
The General meeting is also a zoom meeting. More information on the zoom meeting will be sent out soon.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi / Program:
Um framboð til trúnaðarstarfa fyrir félagið
Réttur til framboðs til trúnaðarstarfa og til setu á aðalfundi með réttindi skv. 9. gr. laga hafa þeir sem einum mánuði fyrir aðalfund höfðu greitt félagsgjald skv. 1. eða 3. málslið 6. gr. af launum sem svara til lægsta taxta félagsins fyrir tveggja mánaða dagvinnu á síðustu fjórum mánuðum eða fjögurra mánaða dagvinnu á síðustu 12 mánuðum og/eða höfðu einum mánuði fyrir aðalfund greitt aðildargjald skv. 2. málslið 6. gr. fyrir yfirstandandi ár eða það næstliðna.
Formaður og stjórn: Skilafrestur á framboðum til stjórnar og formanns rennur út 15. mars.
Trúnaðarráð: Skilafrestur á framboðum til trúnaðarráðs og í fastanefndir rennur út 25. mars.
Lagabreytingatillögur: Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rennur út 19. mars. Áréttað er að allar eldri lagabreytingartillögur verður að senda inn að nýju.
Hvert á að skila framboðum og tillögum: Framboð til trúnaðarstarfa ásamt kynningu og tillögum til lagabreytinga í tölvupósti til skrifstofu Leiðsagnar á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kjósa þarf nú á aðalfundi 4. apríl:
Formann til 1 árs.
Stjórn:
Kjósa þarf 2 aðalmenn til 2ja ára.
Kjósa þarf 1 aðalmann til 1 árs.
Kjósa þarf 4 varamenn sem raðast eftir fjölda atkvæða.
Trúnaðarráð:
Kjósa þarf 6 aðalmenn og 6 varamenn til 1 árs.
Fagráð:
Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.
Fræðslunefnd:
Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.
Upplýsinganefnd:
Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.
Skoðunarmenn reikninga:
Kjósa þarf 2 skoðunarmenn reikninga til 1 árs.
Endurmenntunarsjóður:
Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.
Kjör til stjórnar Sjúkrasjóðs:
Kjósa þarf næst árið 2025.
Kynning frambjóðenda:
Frambjóðendur geta kynnt sig á „Félagavefnum“ (mínar síður) og vefsíðu Leiðsagnar. Eftir að öll framboð hafa borist verða þau kynnt í heild sinni á heimasíðu félagsins. Kynning þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) áður en framboðsfresti lýkur. Æskilegt er að í kynningu komi fram menntun frambjóðenda, reynsla af leiðsögn og helstu áherslur. Auk þess er mælt með að mynd fylgi framboðsupplýsingum.
Formannskjör:
Formanns- og stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti og hefst kosning 25. mars og lýkur 1. apríl á miðnætti.
Framkvæmd: Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á Félagavefinn með rafrænum skilríkjum. Þar inni verður tengill í kosningar.
Framboð til trúnaðarstarfa sem kosið er í á aðalfundi:
Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 25.mars.
English below.
Aðildargjald
Varðandi innheimtu á greiðslukröfu vegna aðildargjalds sem fór í heimabanka hjá ykkur 29. janúar verður að taka fram eftirfarandi:
Fyrri formaður, sem hafði sagt af sér sunnudaginn 28. janúar tók sér umboð til að senda út rukkun vegna aðildargjalds til félagsmanna daginn eftir þ.e. mánudaginn 29. janúar án vitneskju stjórnar. Í ljósi þess að fyrri formaður hafði sent út greiðslukröfu aðildargjalds eftir að afsögn, vildi stjórn ganga úr skugga um hvort þessi aðgerð stæðist lagalega og fundaði með bankanum vegna þess. Fulltrúi Íslandsbanka staðfesti að aðgerðin stæðist lög því fyrri formaður hafði enn prókúru á félagið þar til búið væri að ganga frá formlegum skiptum í gögnum bankans.
Aðildargjaldið er fyrir leiðsögumenn sem starfa aðeins hluta úr ári eða frekar lítið við fagið og ná því ekki að öðlast lágmarksréttindi með 1% iðgjaldagreiðslum af launum sínum fyrir leiðsögumannsstörf. Aðildargjaldið er valkvætt.
Einnig er það til að gefa kost á að halda faglegum tengslum við félagið og styðja við starfsemi þess sem fag- og stéttarfélags og býðst þannig leið til að taka virkan þátt í félagsstarfi Leiðsagnar.
Rétt er að nefna að þeir sem hafa náð 67 ára aldri greiða hálft aðildargjald. Ef einhverjar kröfur eru ekki í samræmi við það, skal hafa samband við skrifstofu Leiðsagnar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Félagsmenn sem eingöngu greiða aðildargjald fá eftirfarandi réttindi:
Félagsmenn sem greiða 1% iðgjald af launum til Leiðsagnar og uppfylla skilyrði um lágmarksréttindi, hafa öll þau réttindi sem eru hér að ofan talin, ásamt:
Membership fee
Regarding the collection of membership fees that was sent to members‘ on-line bank January 29, the following must be noted:
The previous chairman, who had resigned on Sunday, January 28, took authority to send out invoices for the membership fee to the members the following day, i.e. on Monday, January 29 without the knowledge of the board. In light of the fact that the previous chairman had sent out claims for the payment of the membership fee after her resignation, the board wanted to ascertain whether this action was legal and had a discussion with the bank for that reason. A representative of Íslandsbanki confirmed that the action was legal because the previous chairman still had authority until the change had been formally entered into the bank‘s records.
The membership fee is for guides who only work for part of the year or for a short time in the profession and therefore do not manage to acquire minimum qualifications with 1% premium payments of their salary for guiding work. The membership fee is optional.
It is also to provide an opportunity to maintain a professional relationship with the union and support its activities as a professional and trade union, thus offering a way to actively participate in the union‘s social activities.
Note that those who have reached the age of 67 pay half the membership fee. If any claims in the bank are not in accordance with that, please contact the office of Leiðsögn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Members who only pay a membership fee obtain the following rights:
Members who pay a 1% premium from their salary to Leiðsögn and meet the conditions for minimum rights, have in addition to the rights listed above, also the following rights:
Aðalfundur Leiðsagnar 4. apríl n.k.
Eftir afsögn fráfarandi formanns þann 28. janúar s.l. taldi stjórn Leiðsagnar mjög mikilvægt að aðalfundur skyldi haldinn
eins og fljótt og lög leyfa vegna formanskjörs og tók stjórn þá ákvörðun að aðalfundur skyldi haldinn 4. apríl n.k. Við þessa ákvörðun féll fyrirhugaður auka-aðalfundur, sem boðaður hafði verið 30. janúar niður.
Á dagskrá aðalfundar verða venjuleg aðalfundarstörf og niðurstöður kosninga í embætti stjórnar kynntar. Nánari dagskrá verður auglýst fljótlega.
After the resignation of the outgoing chairman on January 28 of Leiðsögn, the board considers it very important that the general meeting should be held as soon as the laws allow due to the election of the chairman. Therefore the board took the decision that the general meeting will be held on April 4, the planned extra-general meeting, which had been called for January 30, was cancelled.
On the agenda of the general meeting, the usual general meeting duties and the results of elections for board positions will be announced. A more detailed program will be announced soon.
Hvað er að gerast í Leiðsögn?
Þann 28. janúar s.l. tilkynntu tveir stjórnarliðar, þær Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður og Dóra Magnúsdóttir ritari, afsögn sína á Facebook síðunni Félagar í Leiðsögn og settu tilkynningu inn á heimasíðu Leiðsagnar daginn eftir afsögn.
Fráfarandi formaður og ritari fara mikinn í gagnrýni sinni á undirritaða stjórnarliða. Það er ykkar félaga sjálfra að meta.Það kynnir sig hver eins og hann/hún er. Svar undirritaðra stjórnarliða er að finna í pdf., skjalinu hér fyrir neðan.
Virðingarfyllst,
Snorri Steinn Sigurðsson varaformaður
Halldór Kolbeins
Hallfríður Þórarinsdóttir
Sigurður Albert Ármannsson
Jóhanna Magnúsdóttir
Kæru félagsmenn,
Að ráðleggingum forystu ASÍ hefur boðuðum auka-aðalfundi á morgun þann 30. janúar 2024 þar sem ræða átti lagabreytingar verið aflýst vegna breyttra aðstæðna í stjórn félagsins þar sem formaður þess og ritari hafa sagt af sér.
Farið verður strax í undirbúning aðalfundar samkvæmt lögum félagsins þar sem kjósa þarf í flest öll embætti þar með talið formann félagsins.
Kveðja,
Stjórn Leiðsagnar
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.