11
Júlí

Starfs- og siðareglur stjórnar Leiðsagnar

 

Nýkjörin stjórn Leiðsagnar er að vinna í því að setja sér starfs- og siðareglur.

Fyrsti liður í því var að setja starfsreglur varðandi fundargerðir og fundarritun og var sá liður samþykktur einróma í stjórn þ. 24. maí sl.

 

Fundargerðir/ - fundarritun. Samþykkt í stjórn 24. maí, 2023.

  1. Ritari stjórnar er ábyrgur fyrir að fundargerð sé skráð í samræmi við ákvarðanir fundar.

  2. Fundarritari er jafnframt ábyrgur fyrir skjalavörslu fundargerðanna.

  3. Tilgangur fundargerða er að skrá niður kjarnann í umfjöllun og ákvörðunum um dagskrárefni, aðallega þó skjalfesta hvaða ákvarðanir eru teknar, hvaða verkefnum er deilt út og hverjir eru ábyrgðaraðilar þeirra verkefnaLeitast skal við að ljúka fundargerð í lok fundar og skal hún lesin upp og samþykkt formlega.

  4. Náist ekki að ganga frá fundargerð í lok fundar skal hún send til stjórnarmanna innan sólarhrings og hafa stjórnarmenn þá tvo daga til að gera athugasemdir.

  5. Stjórnarmenn sem óska eftir bókun við einstaka dagskrárlið á fundinuum, en treysta sér ekki til að ganga frá bókun á staðnum, geta fengið frest í sólarhring frá fundarlokum, til að ganga frá henni, sé þess óskað á stjórnarfundi.

 

 

06
Júlí

Sumarlokun skrifstofu / Summer Holiday Closing Notice

Skrifstofa Leiðsagnar er lokuð í júlí vegna sumarleyfa og opnar aftur þriðjudaginn 1. ágúst nk.

Ef þú telur þig eiga brýnt erindi við félagið á meðan lokun stendur, er hægt að senda tölvupóst á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða vegna kjaramála á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

The office of Leiðsögn is closed for a summer vacation in July and will open Tuesday, August 1st again. 

If you have an urgent matter that cannot wait until we open the office again, you can send an email to: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. or to the Remuneration Committee: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kveðja/Best regards,

Leiðsögn – Félag leiðsögumanna / Tourist Guide Association

05
Júlí

Leiðbeiningar og fræðsla fyrir leiðsögumenn á ferð um Þeistareyki

Fréttatilkynning frá Landsvirkjun:

Kæri leiðsögumaður.

Nú standa yfir framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Þeistareykjastöðvar.
Þar til hægt er að vernda svæðið og tryggja öryggi gesta með uppbyggingu gönguleiða
og palla á jarðhitasvæðinu beina Landsvirkjun og Þingeyjarsveit þeim tilmælum til leiðsögumanna að hleypa ekki gestum út úr rútum við hverasvæðið. Í stað þess er tilvalið að stoppa við listaverk Landsvirkjunar, „Römmuð sýn“, þar sem er að finna upplýsingaskilti um svæðið og góða aðstöðu fyrir rútur. Þaðan sést Þeistareykjastöð vel og þar er hægt að fræða gesti um starfsemi hennar. Þegar keyrt er eftir Þeistareykjavegi er hægt að upplýsa gesti um framkvæmdir, enda er þar gott útsýni að jarðbornum.

Felagsskirteinti 2023. Þeir felagsmenn Leiðsagnar sem ekki hafa fengið sent plast felagsskirteini fyrir arið 2023 fa það sent innan manaðar fra dagsetningu umsoknar. Vinsamlegast sendið post a infotourist guid 3

Á Þeistareykjum rekur Landsvirkjun 90 MW jarðvarmastöð þar sem jarðhiti er nýttur til að vinna rafmagn.
Stöðin var fyrst gangsett árið 2017 og er nýjasta jarðvarmastöð Landsvirkjunar.

 

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi að því að stækka Þeistareykjastöð í 135 MW með því að bæta við þriðju 45 MW vélasamstæðunni.

Í tengslum við þessar fyrirætlanir standa yfir þó nokkrar framkvæmdir á svæðinu sumarið 2023. Þar ber helst að nefna borun tveggja rannsóknarhola. Þetta eru fyrstu boranir á svæðinu síðan stöðin var gangsett árið 2017. Rannsóknarholurnar verða hvor um sig um 2.800 m langar og verða þær báðar boraðar skáhallt undir Bæjarfjall. Þær holur sem hafa nú þegar verið boraðar þannig hafa reynst mjög gjöfular vinnsluholur.

Markmiðið með þessum borunum er að kanna háhitasvæðið og ef vel tekst til er gert ráð fyrir að holurnar verði tengdar virkjuninni í framtíðinni. Áætlað er að borunum verði lokið um miðjan september.

Borinn sem notaður er til verksins er sérstakur að því leyti að rafmagnið sem knýr hann
er ekki framleitt með dísilvélum, heldur kemur það beint frá Þeistareykjastöð. Er þetta
í fyrsta skipti sem borað er eftir jarðhita á Norðausturlandi með þeim hætti, sem gerir okkur kleift að losa mun minna af gróðurhúsalofttegundum vegna verkefnisins en ella.

Aðkomuleiðir voru bættar verulega í tengslum við byggingu Þeistareykjavirkjunar og
því má gera ráð fyrir meiri umferð um svæðið en áður. Þessari auknu umferð fylgja áskoranir, enda er öryggi gesta við jarðhitasvæðið ekki tryggt við núverandi aðstæður, auk þess sem það er afar viðkvæmt og þolir ekki mikinn átroðning. Um þessar mundir er í gangi vinna
við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, þar sem markmiðið er að byggja upp góða og örugga aðstöðu fyrir ferðamenn.

 listaverk                     

 

 

 

 

Listaverkið sjálft er eftir arkitektinn Jón Grétar Ólafsson og samanstendur af fjórum stálrömmum sem vísa í höfuðáttirnar. Listaverkið er byggt upp þannig að vegfarendur geti upplifað umhverfið hver með sínum hætti í gegnum og á milli stálrammanna. Innan rammanna er líkan af Íslandi gert úr náttúrulegum stuðlum sem eru misháir og tekur hæðin mið af hæð fjalla og fjallgarða. Upp úr Íslandi rísa járnsúlur sem táknmyndir jarðhitans sem býr þar undir. Sverari súlurnar sýna staðsetningu háhitasvæða en þær grennri tákna lághitasvæði.

   

Við bjóðum ykkur velkomin á Þeistareyki og vonum að þið njótið heimsóknarinnar með hagsmuni náttúrunnar og öryggi að leiðarljósi.

Landsvirkjun.

 

28
Júní

Fréttabréf Leiðsagnar

Er netfang þitt skráð hjá Leiðsögn?  / Is your e-mail address registered with Leiðsögn?

Fréttabréf Leiðsagnar var nýverið sent út til allra félagsmanna Leiðsagnar. Hafir þú ekki fengið tölvupóst með fréttum nú í júní, gæti verið að við séum ekki með netfangið þitt? Það gerist þó á bestu bæjum að fréttapóstar lendi í ruslpóstinum. Ef þú ert ekki á netfangalista okkar getur þú sent okkur póst og beðið um að fara á fréttalistann:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

If not you can send us an e-mail and let us know that you would like to receive news occasionally from us: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Leiðsögn´s newsletter has reently been sent out to all members of the union in June. If you haven't received an email, maybe we don't have your email address. However, it happens that newsletters end up in spam, check it out.

Þú getur smellt hér á myndina ef þú vilt lesa fréttir í júnímánuði.

If you click the image you can read the latest news from Leiðsögn.

2

26
Júní

Hefðbundið skírteini og skjöldur á bið

Stjórn Leiðsagnar samþykkti þ. 25. maí sl. tillögu formanns um að útdeiling skjaldarins og plastskírteinis með auðkenninu ,,Certified guide" yrði sett á bið. Tillagan er tilkomin vegna þess að enginn þeirra skóla sem bjóða leiðsögunám hafa fengið námskrár sínar staðfestar af menntayfirvöldum, en líkt og aðrar námskrár framhaldsskóla féll námskrá leiðsögunáms frá árinu 2004 úr gildi árið 2011. Því er það mat stjórn Leiðsagnar að félaginu sé ekki stætt á því að útdeila skírteini með yfirskriftinni ,,certified guide", slíkt tilheyri fortíðinni þegar félagið og fræðsluaðilinn voru einn og hinn sami. 

 

 tourist guide

Skjöldurinn fallegi er eign Leiðsagnar og hefur fylgt félaginu í áratugi. Útdeilingu skjaldarins til einstakra félagsmanna ásamt plastskírteini (,,certified guide") er nú komin á bið hjá félaginu á meðan verið er að greiða úr menntamálum leiðsögumanna.

 

 

Stjórnvöld hafa þegar staðfest að námskrá frá árinu 2004 er ekki gild

Í maí 2016 staðfestu menntayfirvöld það við Leiðsögn að eldri námskrár skóla sem sinna námi leiðsögumanna eru ekki lengur í gildi. Í svarbréfi til félagsins frá 16. maí, 2016 segir m.a.:

„Með birtingu auglýsingar nr. 674/2011 í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2011 tók gildi ný aðalnámskrá framhaldsskóla, sem skyldi koma til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2011–2012 eftir því sem við yrði komið og koma til framkvæmda að fullu eigi síðar en 1. ágúst 2015. Samkvæmt auglýsingunni var eldri aðalnámskrá framhaldsskóla nr. 138/2004 felld úr gildi. Með því er litið svo á að allar námsbrautalýsingar sem áttu sér stoð í aðalnámskrá frá 2004 hafi einnig fallið úr gildi frá sama tíma.“

Því eru nú tólf ár liðin frá því að eldri námskrá féll úr gildi og síðan þá hefur enginn fræðsluaðili sem sinnir leiðsögunámi hérlendis því kennt eftir gildri námsskrá sem staðfest er af menntayfirvöldum. Á þessari staðreynd byggir ofangreind ákvörðun stjórnar, með að setja skírteini sem á stendur ,,certified guide" á bið enda fer félagið ekki með dagskrárvald í menntamálum landsins.

 

Evrópustaðallinn

Við staðfestingu námskrárbrauta um leiðsögunám leggur menntamálaráðuneytið nú til grundvallar evrópskan staðal (ÍST EN15565:2008) um lágmarksmenntun leiðsögumanna í Evrópu. Síðustu misseri hefur vinna farið fram í starfshópum skipuðum af ráðuneytinu. Ber þar að geta tillögur starfshóps sem skilaði af sér skýrslu árið 2021 en þar er farið í þau námsmarkmið sem samræmast og uppfylla viðmiðanir Evrópustaðalsins.  Einnig hefur annar starfshópur á vegum ráðuneytisins nýverið skilað af sér starfslýsingu um almenna leiðsögn sem nýverið var samþykkt af starfsgreinasambandinu. 

Því má segja að farið er að sjást til lands í að menntayfirvöld geti farið að votta námskrár allra þeirra fræðsluaðila sem að námi leiðsögumanna koma. Hins vegar er það að sjálfsögðu undir skólunum sjálfum komið að senda námskrár sínar inn til ráðuneytisins og fá þær staðfestar.

 

Öllum félagsmönnum gefst nú kostur á plastskírteini

Leiðsögn hefur sent öllum félagsmönnum stafrænt félagsskírteini fyrir árið 2023. Þrátt fyrir að félagið hafi sett hið hefðbundna plastskírteini með ,,certified guide" vottun á bið hefur stjórn ákveðið að bjóða öllum þeim félagsmönnum sem þess óska að fá sent plastskírteini vegna félagsaðilar árið 2023. Þetta kemur einkum til vegna eftirspurnar eftir slíku skírteini enda fjöldi leiðsögumanna sem nota þau við að auðkenna sig í starfi. Í stað ,,certified guide" vottunar mun standa á skírteininu ,,félagi í Leiðsögn - Félagi leiðsögumanna / Member of Leiðsögn - Tourist guide union."

Innan skamms mun öllum félagsmönnum, sem ekki hafa þegar fengð plastskírteini sent á árinu, gefast kostur á að fá send skírteini vegna félagsaðildar á árinu 2023. Einnig mun félagsmönnum bjóðast að kaupa vasa utan um skírteinið og hálsband þannig að hægt sé að hafa það um hálsinn. Berast mun tölvupóstur til allra félaga næstu daga vegna þessa.

Leiðsögn minnir á stafræna skírteinið sem allir félagsmenn eiga þegar að hafa fengið sent á árinu 2023.

jff      

14
Maí

Umsagnir um starfslýsingu leiðsögumanna – framlengdur frestur til 30. maí

Umsagnir um starfslýsingu leiðsögumanna – framlengdur frestur til 30. maí

Starfshópurinn þakkar innsendar ábendingar um það sem betur má fara. Á fundi starfshópsins í dag var samþykkt að lengja umsagnarfrest til 30. maí nk. kl 18.00. Efnislegar tillögur óskast sendar í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Starfshópur á vegum Menntamálastofnunar hefur í umboði ráðherra yfirfarið og gert tillögu að starfslýsingu leiðsögumanna við almenna leiðsögn.  Hefur hópurinn nú einróma samþykkt drög til útsendingar og umsagnar meðal hagaðila og fylgja þau drög að hér að neðan.
 
Að lokinni samþykkt verður starfslýsingin forsenduskjal við yfirferð námsskráa og þar með undirbúning raunfærnimats leiðsögumanna.
 
Þeir félagsmenn sem óska eftir að leggja fram viðbótar- eða breytingatillögur við neðangreind drög starfshópsins eru vinsamlega beðnir að senda þær fyrir kl 20:00 þann 30. maí nk. á tölvupósti HÉR þannig að hægt verði að leggja þær fram tímanlega fyrir fund starfshópsins. 

Starfshóp Menntamálastofnunar skipa, auk fulltrúa Leiðsagnar/Félags ökuleiðsögumanna, fulltrúar frá SAF, Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Leiðsöguskóla Íslands (MK), Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Háskólans á Akureyri. 
 
 
Neðangreind drög voru samþykkt einróma af fulltrúum starfshópsins og eru hér með send út til umsagnar í bakland þeirra sem eiga fulltrúa í starfshópnum.
 
SENDA SKAL TILLÖGU/-R AÐ BREYTINGUM FYRIR 30. MAÍ NK. KL. 20 Á FULLTRÚA LEIÐSAGNAR Í STARFSHÓPNUM HÉR
 
---------------------- UPPHAF STARFSLÝSINGAR ----------------------
 
 
DRÖG - STARFSLÝSING LEIÐSÖGUMANNA (ALMENN LEIÐSÖGN)
(Sbr. starfslýsingar og hæfnikröfur annarra starf hér)
 
  • Leiðsögumaður útfærir ferðir og ferðatilhögun í samræmi við dagskrá eða áætlanir ferðaskipuleggjenda og hefur þarfir og markmið hópsins í fyrirrúmi.
  • Hann veitir ferðamönnum leiðsögn á íslensku eða erlendum tungumálum og miðlar upplýsingum um land og þjóð. 
  • Leiðsögumaður leggur sig fram við að leiðbeina fólki um að ganga vel um landið og er fyrirmynd þegar kemur að umhverfisvernd.
  • Leiðsögumaður reynir af fremsta megni að tryggja öryggi farþega sinna og getur veitt fyrstu hjálp. Hann getur leitt hóp og hefur getu til að bregðast við óvæntum breytingum á aðstæðum og eða í vinnuumhverfi. 
  • Leiðsögumaður vinnur í samræmi við gæðastefnu og siðareglur ferðaskipuleggjanda hverju sinni. Hann gætir þess að náttúru- og menningarminjar verði ekki fyrir skemmdum af völdum ferðamanna.

Hæfnikröfur leiðsögumanna taka mið af Evrópustaðlinum ÍST EN 15565:2008.
 
Hæfnikröfur
Leiðsögumaður:

Öryggi
  • Þekkir áhættu og orsakir slysa í ferðalögum og nýtir öryggisvarnir og leiðir til að fyrirbyggja óhöpp.
  • Upplýsir ferðamenn um viðeigandi öryggisatriði og hættur.

Náttúra
  • Leggur sig fram við að vernda náttúru- og menningarminjar.
  • Þekkir lög og reglugerðir um náttúruvernd.
  • Leggur sig fram um að ferðast án ummerkja með ferðamenn.
  • Stuðlar að og hefur skilning á mikilvægi sjálfbærni í ferðaþjónustu.

Hæfni og færni
  • Útfærir og fer fyrir hópi ferðamanna um Ísland, veitir ferðamönnum leiðsögn og túlkar fyrir
    gestum menningarlegar og náttúrulegar minjar og umhverfi.
  • Er fær um að segja frá náttúru og landafræði Íslands, þar með talið myndun og mótun landsins, lífríki og vistfræði lands og sjávar.
  • Getur sagt frá sögu, menningu og atvinnulífi landsins og íslensku þjóðlífi í fortíð og nútíð.
  • Hefur haldgóða þekkingu á íslenskum ferðamannastöðum, afþreyingu og þjónustu.
  • Tryggir að réttar og viðeigandi upplýsingar séu veittar ferðamönnum.
  • Er fær um að miðla upplýsingum og koma mikilvægum upplýsingum til ferðamanna á skiljanlegan og innihaldsríkan hátt.
  • Getur átt samskipti og tjáð sig á íslensku og/eða ensku skv. B2.
  • Getur leiðsagt á tungumáli á stigi C1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Viðheldur færni, hæfni og þekkingu til að sinna starfinu.
 
Samskipti og þjónusta
  • Þekkir lög og reglugerðir er varða störf leiðsögumanna.
  • Þekkir réttindi neytenda.
  • Þekkir mörk sín og hæfni og tekur meðvitaðar ákvarðanir um að stofna hvorki sér né öðrum í hættu.
  • Leitar upplýsinga þegar nauðsyn ber til.
  • Leitar til fagaðila þegar þörf er á eða kemur að sérhæfðum ferðum.
  • Tekur tillit til mismunandi menningarlegs bakgrunns ferðamanna hverju sinni.
  • Sýnir þjónustulund og heiðarleika í samskiptum.
  • Sýnir fagmennsku og starfar í samræmi við siðareglur greinarinnar sem og vinnustaðarins.
  • Tekur frumkvæði þegar nauðsyn ber til, tekur sjálfstæðar ákvarðanir og bregst með faglegum hætti við óvæntum aðstæðum og uppákomum.

Til athugunar:
hópstjórn
talar jákvætt um land og þjóð
gætir hagsmuna atvinnurekenda og farþega og á í góðum samskiptum við samstarfsaðila
 
-------ENDIR STARFSLÝSINGAR------
 
Athugasemdir og breytingatillögur sendist til fulltrúa Leiðsagnar í starfshópnum HÉR eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image