×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
24
Mars

Aðalfundur Leiðsagnar 2022

Aðalfundur Leiðsagnar 2022 – þriðjudaginn 26. apríl kl. 19:00

Kæru félagar

Aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar verður haldinn eftir rúman mánuð, að kvöldi þriðjudagsins 26. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn í fundarsal að Stórhöfða 29 þar sem skrifstofa Leiðsagnar er til húsa. Gengið er inn Grafarvogsmegin. Formlegt aðalfundarboð verður sent út viku fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins (sjá 21. gr.).

Nú er að störfum lagabreytinganefnd sem mun kynna tillögur sínar á félagsfundi þann 5. apríl (nánar auglýstur síðar) og settar inn á vef félagsmanna í kjölfar þess. Tillögur að frekari lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins), eða 12. apríl.

Framboðsfresti lýkur 10 sólarhringum (16. apríl) fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu sem kemur þeim áfram til kjörnefndar.

Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn til tveggja ára, fjóra varamenn til eins árs, aðal- og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs) og fulltrúa í fastanefndir og aðrar stöður. Sjá. 18. grein laganna.

Á kjörskrá (með kjörgengi og atkvæðisrétt) eru þeir sem uppfylla kröfur um félagsaðild samkvæmt grein 6 í lögum félagsins. Þar stendur meðal annars:
“Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert.”

 

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna.

Stórhöfða 29,
110 Reykjavík

Póstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

21
Mars

Málþing 25. mars - Víðerni í víðum skilningi: Kortlagning, verndun og upplifun

Málþingið „Víðerni í víðu samhengi: Kortlagning, verndun og upplifun“ – sjá nánari upplýsingar á facebook

Málþingið verður haldið í Norræna húsinu 25. mars frá kl. 10-16 en verður einnig í beinu streymi frá þessum hlekk: https://vimeo.com/689278965

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

15
Mars

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2022

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2022

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.

Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.

Nánari uppýsingar um minningarsjóðinn má finna hér.

Kveðja,

Arnaldur Grétarsson

Upplýsingamál og stafræn miðlun

 

 

Alþýðusamband Íslands

Guðrúnartúni 1

105 Reykjavík

Sími 535-5601

Gsm 849-8970

 

Vinsamlegast athugaðu að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gæti innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans ertu vinsamlegast beðinn um að fara eftir 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003, gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra, skrá þau hjá þér eða notfæra þér þau á nokkurn hátt. Jafnframt að tilkynna mér samstundis að þau hafi ranglega borist þér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.

10
Mars

Pistill frá formanni: traust og fagmennska

 

Ágætu leiðsögumenn.

Leiðsögumannsstarfið byggist rétt eins og önnur þjónustustörf á traustri og góðri samvinnu milli okkar leiðsögumannsins og annarra sem koma að skipulagi og framkvæmd ferðanna. Við leiðsögumenn þurfum því stöðugt að sýna að okkur sé treystandi fyrir þeirri miklu ábyrgð sem felst í því að að þjóna farþegunum okkar af fagmennsku og fumleysi við ýmsar og oft krefjandi aðstæður. Traust er er því stöðugt verkefni, nokkuð sem við þurfum öll að ávinna okkur og verðskulda aftur og aftur. Gagnkvæmt og verðskuldað traust er gulli betra í öllu samstarfi, ekki síst í þeirri flóknu og fjölbreyttu grein sem ferðaþjónustan er sannarlega

Í félagi eins og Leiðsögn þurfum við leiðsögumenn líka að geta treyst hvert öðru. Því miður virðist nokkur misbrestur hafa verið á því undanfarin ár. Þess vegna höfum við sem nú erum í forystu félagsins lagt kapp á að efla traust til félagsins, bæði inn á við og út á við. Varðandi fyrri þáttinn má til dæmis nefna að við höfum unnið markvisst að því að bæta verkferla og utanumhald gagna sem varða starfsemi félagsins og sjóða þess og gætt vel fjárhags félagsins á þessum viðkvæmu tímum í ferðaþjónustunni. Ennfremur gengur vinna við nýjar siðareglur félagsins í samvinnu við Siðfræðistofnun H.Í. vel og verða tillögur að þeim kynntar fyrir félagsmönnum á næstunni.

Skýr og skiljanlegur lagarammi er öllum félögum nauðsynlegur. Á síðasta aðalfundi Leiðsagnar var ákveðið að skipa lagabreytinganefnd sem tók til starfa s.l. haust. Sú vinna gengur afar vel og verður breytingatillagan kynnt á félagsfundi og síðan lögð fyrir aðalfund til samþykktar. Tilkynnt verður um stað og tíma beggja þeirra funda innan tíðar.

Því miður eru nú sem fyrr nokkur brögð að því að ferðaþjónustufyrirtæki fari ekki að kjarasamningum og stundi jafnvel það sem stundum er kallað launastuldur. Sökum smæðar sinnar hefur Leiðsögn ekki haft burði til að gæta hagsmuna félagsmanna sem skyldi, en nú hefur Kjaranefnd undir forystu Snorra Steins Sigurðssonar gert átak í þessum efnum í samvinnu við ASÍ, VR og fleiri aðila sem gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Sem dæmi má nefna að nú í þessari viku  var fundað með ónefndu ferðaþjónustufyrirtæki vegna afar losaralegra ráðningarsamninga og meints launastuldar. Á honum voru málin rædd af hreinskiptni Vonandi verður hann til þess að það fyrirtæki og fleiri átti sig á því að slík vinnubrögð viðsemjenda okkar verða ekki liðin í framtíðinni.

Traust á okkur leiðsögumönnum, og þar með félaginu okkar út á við, byggist náttúrulega fyrst og fremst á því hvernig við innum störf okkar af hendi. Nú á tímum fjöl- og samfélagsmiðla skiptir jákvæð umfjöllun líka miklu máli. Þess vegna hef ég reynt að vekja athygli á mikilvægi leiðsögumannsins í greinum og viðtölum, m.a. í tengslum við Alþjóðadag leiðsögumanna þann 21. febrúar síðastliðinn.

Ein þessara greina, Menningarknúin ferðamennska (Fréttablaðið,10. janúar 2022) vakti athygli Lilju Daggar Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningarmála, og hafði ráðuneytið samband við formann og bauð fulltrúum Leiðsagnar á fund með ráðherra. Við Harpa Björnsdóttir, ritari Leiðsagnar, áttum mjög góðan fund með ráðherra og aðstoðarfólki í síðasta mánuði. Ráðherra sýndi mikinn áhuga og skilning á mikilvægi leiðsögumanna í ferðaþjónustunni og lýsti áhuga á að efla og styrkja sambandið milli Leiðsagnar og ráðuneytisins, meðal annars með reglulegum fundum.

Veturinn hefur verið ansi stormasamur í margvíslegum skilningi þess orðs. En nú lengir daginn hratt, vorið er handan við hornið og við stefnum ótrauð að því að hittast til að ræða sameiginleg hagsmunamál okkar leiðsögumanna.

Kær kveðja,

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna

 

21
Feb

Alþjóðadagur leiðsögumanna, framlínufólksins í ferðaþjónustunni

Kæru leiðsögumenn, hér er grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 21. febrúar.

„Leiðsögumaður er sá sem leiðsegir ferðamönnum á því tungumáli sem honum er falið og túlkar menningar- og náttúruminjar/arfleifð tiltekins svæðis. Viðkomandi leiðsögumaður hefur að jafnaði sérþekkingu á svæðinu og er hæfni hans viðurkennd af viðeigandi yfirvöldum.“  Svo segir í skýrslu starfshóps á vegum Leiðsagnar, Atvinnu-, ferðamála- og nýsköpunarráðuneytisins og fleiri aðla sem kom út í maí á síðasta ári, en starfshópnum var ætlað að koma með tillögur til að að styrkja og efla menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna með áherslu á neytendavernd, náttúruvernd og öryggi. Þar segir ennfremur: „Leiðsögumenn gegna lykilhlutverki í upplifun ferðamanna af landi og þjóð. Því skiptir menntun þeirra og þjálfun miklu. Í starfi sínu hafa þeir ekki einungis áhrif á upplifun og öryggi ferðamannanna heldur einnig á jafnvægið á milli verndunar íslenskrar náttúru og hagnýtingar, þeir geta með framlagi sínu lagt sitt af mörkum í átt að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar.“

Skemmtilegt ábyrgðarstarf

Leiðsögumenn bera því mikla ábyrgð og til að geta axlað hana þurfa þeir að vera menntaðir og þjálfaðir til að fást við krefjandi verkefni, stundum við erfiðar aðstæður. Veður og aðstæður í íslenskri náttúru geta breyst á svipstundu og allir sem vinna þjónustustörf vita að fólk er afar mismundandi og menningarmunur verulegur. Einmitt þetta gerir það að verkum að starf leiðsögumannsins er í senn krefjandi og gefandi.

Ástæðan fyrir því að ég  rifja upp það sem sumum kann að vera almælt tíðindi er sú að í dag fagna leiðsögumenn um heim allan deginum sínum. Alþjóðasamband leiðsögumanna hefur nefnilega fagnað degi leiðsögumanna 21. febrúar ár hvert frá árinu 1990. Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á mikilvægi leiðsögumanna um heim allan en það felst einkum í fimm meginatriðum. Fræðslu, skemmtun, öryggi, náttúruvernd og neytendavernd.

Fimmtugsafmæli Leiðsagnar

Leiðsögn, félag leiðsögumanna, var stofnað árið 1972 til að efla samtakamátt og fagmennsku innan stéttarinnar og því fagnar félagið fimmtugsafmæli síðar á þessu ári. Eins og allir vita hefur ferðaþjónustan gerbreyst á þessum fimm áratugum, vaxið úr því að vera jaðargrein yfir hásumarið upp í það að vera einn af burðarásum íslensks atvinnulífs allt árið. Hér áður fyrr var starf leiðsögumannsins gjarna sumarvinna kennara, en undanfarinn áratug eða lengur hefur ferðaþjónustan verið meginlifibrauð hundruða leiðsögumanna mestallt eða allt árið. Nú eru félagar í Leiðsögn hátt í átta hundruð. Flestir leiðsögumenn eru faglærðir og bera sérstakan skjöld á sér því til sönnunar, hafa háskólanám að baki auk sérnáms (bóklegs og verklegs) í leiðsögn og eru konur í meirihluta.

Viðkvæmt blóm

Ferðaþjónustan er viðkvæmt blóm, enda fer fólk skiljanlega ekki í frí til staða þar sem það getur ekki verið visst um eigið öryggi eða heilsu. Það höfum við séð glögglega um allan heim undanfarin misseri þar sem veitingastaðir og hótel hafa staðið hálftóm. En nú þegar pestin sem herjað hefur á mannkynið er vonandi að láta undan síga mun ferðaþjónustan taka vel við sér og allt bendir til að Ísland sé ofarlega á  óskalista væntanlegra ferðamanna. Fólk er farið að þrá ferðalög á ný en ferðamynstrið mun mjög líklegra breytast, verða vistvænna, hægara, vandaðra og menningarlegra. Og ég spái því einnig að ferðamennirnir verði enn kröfuharðari en áður og láti hvorki bjóða sér fúsk né viðvaningshátt.

Við leiðsögumenn, framlínufólkið í ferðaþjónustunni, hlökkum til að þróa ferðaþjónustuna í takt við nýja tíma og vinna ásamt yfirvöldum, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri lykilaðilum í ferðaþjónustunni að endurreisn þessarar lykilatvinnugreinar á næstu misserum og árum.

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags Leiðsögumanna

02
Feb

Námskeið á sértilboði fyrir félagsmenn í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna

 

Sértilboð til félagsmanna
í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna
VOR 2022

Félagsmönnum í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.  Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann EHILS22 í reitinn "Athugasemdir".
Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.

ENDURMENNTUN HÍ - Dunhaga 7, 107 ReykjavíkSÍMI 525 4444 | NETFANG This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ww.endurmenntun.is

 

Almenn veðurfræði og túlkun veðurspáa
Mið. 9. feb. kl. 19:15 - 22:15

Á námskeiðinu verður farið yrir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa og viðvarana og læra að afla sér réttra gagna miðað við þarfir hvers og eins. Farið verður yfir viðvaranir, þýðingu þeirra og mismunandi áherslur. Þá verður farið í sértæka hluti eins og áhrif landslags á staðbundið veðurfar, þann tímaskala sem hægt er að nota í veðurspám og hvernig túlkun og áreiðanleiki spáa breytist með tíma.
NÁNAR HÉR

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image