×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
01
Júlí

Skrifstofa Leiðsagnar lokuð 5.-9. júlí

Skrifstofa Leiðsagnar verður lokuð vikuna 5.-9. júlí vegna sumarleyfa. Ef erindið er brýnt, vinsamlegast hafið samband við formann Leiðsagnar á netfangið formadur(hja)touristguide.is eða í síma 772 559.

23
Júní

Tuttugu og sjö útskrifuðust frá Leiðsöguskóla Íslands

Í lok maí útskrifuðust 27 leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands, 19 leiðsögumenn ferðafólks og 8 gönguleiðsögumenn. Eins og oftast áður eru flestir með ensku sem kjörmál en ferðaskipuleggjendur sem bjóða upp á ferðir fyrir þýskumælandi ferðamenn gleðjast væntanlega yfir því að leiðsögumenn sem tala þýsku fjölgar um fimm.

Skólahald var vissulega ekki alltaf með hefðbundnu sniði í vetur en bæði nemendur og kennarar voru sérlega samstarfsfúsir og sýndu mikla aðlögunarhæfni við erfiðar aðstæður, það er óhætt að segja að það er mikill kostur fyrir leiðsögumenn að búa yfir báðum þessum kostum. Nemendur sýndu í vetur að þeir búa yfir ýmsum hæfileikum og að það er mikill fengur fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að fá þau til starfa.

Vala Hafstað flutti ávarp fyrir hönd nemenda við útskriftina. Vala hefur skemmt samnemendum sínum með bæði frumsömdum og þýddum ljóðum á ensku í vetur en hún yrkir líka á íslensku og lauk ávarpinu með þessu fallega ljóði sem segir gefur til kynna hvernig andinn var í hópnum:

Nú flýgur á braut þessi flokkur

með fjaðraþyt – þökk fyrir okkur.

En höldum samt hópinn að vanda;

það hressa mun sálu og anda.

Leiðsögn óskar nýjum leiðsögumönnum til hamingju og hvetur alla til að ganga í félagið og taka þátt í störfum þess.

15
Júní

Niðurstaða kosninga í stjórn og helstu trúnaðarstörf stéttarfélagsins Leiðsagnar

 

Aukaaðalfundur Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna var haldinn 8.  júní. Á fundinum var kosið í stjórn félagsins og helstu trúnaðastörf sem svo segir:

 

Aðalstjórn:

Friðrik Rafnsson

Júlíus Freyr Theódórsson

Snorri Steinn Sigurðsson

Valva Árnadóttir

Jakob S. Jónsson

Varamenn:

Harpa Björnsdóttir

Hjörtur Howser

Sigrún Pálsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir  

Ný í stjórn stjórn verða því  Snorri, Valva og Jakob. Júlíus er að fara inn á sitt annað ár.

Snorri og Valva eru kjörin til tveggja ára en Jakob tekur sæti Friðriks Rafnssonar sem átti eitt ár eftir af kjörtíma sínum.

 

Trúnaðarráð

Vegna kjörs í stjórn og varastjórn var sjálfkjörið í 12 sæti aðalmanna og varamanna. Kosið var um sex aðalmenn og sex varamenn.

Eftirfarandi hlutu kjör sem aðalmenn:

Áslaug J. Marinósdóttir.

Birna Imsland.

Hildur Bjarnason.

Indriði H. Þorláksson.

Kári Jónasson.

Þórhildur Sigurðardóttir.

Kosið var á milli þeirra Aldísar Aðalbjarnardóttur og Hildar Bjarnason sem fengið höfðu jafnmörg atkvæði. Hildur var kjörin sem aðalmaður.

Varamenn eru:

Aldís Aðalbjarnardóttir.

Guðni Gunnarsson.

Jónína Birna Halldórsdóttir.

Pétur Gunnarsson.

Sigurður Magnússon.

Stefán Arngrímsson.

Fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður

Sjálfkjörið var í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.

Alþjóðanefnd: Pétur Gunnarsson.

Fagráð: Indriði H. Þorláksson.

Fræðslunefnd: Guðný Margrét Emilsdóttir.

Ritnefnd: Sigurður Magnússon.

 

Kosning stjórnar sjúkrasjóðs félagsins

Fimm voru í framboði og voru kosnir þrír aðalmenn og tveir varamenn.

Þessi hlutu kosningu sem aðalmenn:

Pétur Gauti Valgeirsson.

Ragnheiður Ármannsdóttir.

Vilborg Anna Björnsdóttir.

Varamenn:

Lovísa Birgisdóttir.

Þorsteinn Svavar McKinstry.

 

Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára

Sjálfkjörið var í þessar tvær stöður. Skoðunarmenn reikninga verða áfram þeir Snorri Ingason og Bergur Álfþórsson.

14
Júní

Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar og Rauða krossins

Öryggi farþega er lykilatriði í starfi leiðsögumanna. Því efna Leiðsögn og Rauði krossinn til skyndihjálparnámskeiða í þessum mánuði. Í boði eru tvö 4 klst skyndihjálparnámskeið og velja þátttakendur annað hvort 23. eða 24. júní.

Hvort námskeið stendur frá kl 18:00-22:00. Námskeiðið verður haldið í sal Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgötu 24 220 Hafnarfirði.

Hérna er skráningahlekkur fyrir námskeiðið 23. júní http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid?CourseId=a0N6M00000QEWPJ
Og hérna er skráningahlekkur fyrir námskeiðið 24. júní http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid?CourseId=a0N6M00000QEWPO
Þátttakendur geta skráð sig sjálfir á námskeið þann dag sem hentar þeim betur.

Eftir námskeiðið geta þátttakendur sótt rafrænt skyndihjálparskírteini á skyndihjalp.is-https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/
Ekki er boðið upp á veitingar á námskeiðinu og því eru þátttakendur vinsamlegast beðnir um að taka með sér nesti.

Nánari lýsing:Skyndihjálp 4 klukkustundir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Lengd: 4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5)
Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.
Viðfangsefni:Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.

11
Júní

Ný stjórn Leiðsagnar

Nýkjörin stjórn Leiðsagnar - félags leiðsögumanna hittist á sínum fyrsta fundi fimmtudaginn 10. júní til að skipta með sér verkum. Auk formanns, Friðriks Rafnssonar, skipa stjórnina Júlíus Freyr Theodórsson, varaformaður, Valva Árnadóttir, gjaldkeri, Jakob S. Jónsson, ritari og Snorri Steinn Sigurðsson. Varamenn eru Harpa Björnsdóttir, Hjörtur Howser, Sigrún Pálsdóttir og Guðný Margrét Emilsdóttir.

09
Júní

Friðrik Rafnsson kosinn nýr formaður Leiðsagnar

Aukaaðalfundur Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna var haldinn 8.  júní. Á fundinum var Friðrik Rafnsson kosinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn eru Jakob S. Jónsson Júlíus Freyr Theódórsson, Snorri S. Sigurðsson og Valva Árnadóttir. Auk þess var kosið í ýmis trúnaðarstörf á vegum Leiðsagnar og verður það birt á heimasíðu félagsins innan skamms.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image