Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Leiðsögn minnir á upplýsinga- og félagsfundinn sem verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 5. apríl n.k. klukkan 19:00. Fundurinn verður haldinn að Stórhöfða 29, þar sem skrifstofa félagsins er til húsa (gengið inn Grafarvogsmegin).
Fundarefni:
Fundarstjóri verður Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar.
Athugið að þetta er upplýsingafundur um ofangreint efni. Tillögurnar verða í kjölfarið settar á félagsvefinn (innri vef félagsins) þar sem fólk getur kynnt sér þær og sent inn breytingartillögur. Þær verða svo lagðar fyrir aðalfund félagsins þriðjudaginn 26, apríl næstkomandi.
Allir félagsmenn (bæði í stéttarfélaginu og fagdeildinni) eru hvattir til að mæta. Fyrir þau ykkar sem ekki komist á fundinn verður hægt að hlusta á hann í streymi og senda inn fyrirspurnir.
Næsti fundur Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar verður haldinn í apríl.
Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast skrifstofu Leiðsagnar fyrir 15. apríl.
Sótt er um styrki á heimasíðu Leiðsagnar og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði settar í viðhengi með umsókninni.
Hér er krækja á umsóknareyðublaðið: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Reglugerðs Endurmenntunarsjóðs: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/endurmenntunarsjodhur/66-
endurmenntunarsjodhur
Next meeting of the Educational fund of Leiðsögn Union will be held in April. All applications have to be submitted before April 15th.
Applications are submitted here: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Invoices are attached to the application.
Regulation: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/endurmenntunarsjodhur/66-
Með kveðju!
Leiðsögn Stéttarfélag
Leiðsögn Guide Union
Stórhöfða 29
110 Reykjavík
s. 588 8670
Aðalfundur Leiðsagnar 2022 – þriðjudaginn 26. apríl kl. 19:00
Kæru félagar
Aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar verður haldinn eftir rúman mánuð, að kvöldi þriðjudagsins 26. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn í fundarsal að Stórhöfða 29 þar sem skrifstofa Leiðsagnar er til húsa. Gengið er inn Grafarvogsmegin. Formlegt aðalfundarboð verður sent út viku fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins (sjá 21. gr.).
Nú er að störfum lagabreytinganefnd sem mun kynna tillögur sínar á félagsfundi þann 5. apríl (nánar auglýstur síðar) og settar inn á vef félagsmanna í kjölfar þess. Tillögur að frekari lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins), eða 12. apríl.
Framboðsfresti lýkur 10 sólarhringum (16. apríl) fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu sem kemur þeim áfram til kjörnefndar.
Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn til tveggja ára, fjóra varamenn til eins árs, aðal- og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs) og fulltrúa í fastanefndir og aðrar stöður. Sjá. 18. grein laganna.
Á kjörskrá (með kjörgengi og atkvæðisrétt) eru þeir sem uppfylla kröfur um félagsaðild samkvæmt grein 6 í lögum félagsins. Þar stendur meðal annars:
“Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert.”
Friðrik Rafnsson
formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna.
Stórhöfða 29,
110 Reykjavík
Póstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Málþingið „Víðerni í víðu samhengi: Kortlagning, verndun og upplifun“ – sjá nánari upplýsingar á facebook
Málþingið verður haldið í Norræna húsinu 25. mars frá kl. 10-16 en verður einnig í beinu streymi frá þessum hlekk: https://vimeo.com/689278965
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2022
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.
Nánari uppýsingar um minningarsjóðinn má finna hér.
Kveðja,
Arnaldur Grétarsson
Upplýsingamál og stafræn miðlun
Alþýðusamband Íslands Guðrúnartúni 1 105 Reykjavík Sími 535-5601 Gsm 849-8970 |
Vinsamlegast athugaðu að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gæti innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans ertu vinsamlegast beðinn um að fara eftir 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003, gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra, skrá þau hjá þér eða notfæra þér þau á nokkurn hátt. Jafnframt að tilkynna mér samstundis að þau hafi ranglega borist þér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.
Ágætu leiðsögumenn.
Leiðsögumannsstarfið byggist rétt eins og önnur þjónustustörf á traustri og góðri samvinnu milli okkar leiðsögumannsins og annarra sem koma að skipulagi og framkvæmd ferðanna. Við leiðsögumenn þurfum því stöðugt að sýna að okkur sé treystandi fyrir þeirri miklu ábyrgð sem felst í því að að þjóna farþegunum okkar af fagmennsku og fumleysi við ýmsar og oft krefjandi aðstæður. Traust er er því stöðugt verkefni, nokkuð sem við þurfum öll að ávinna okkur og verðskulda aftur og aftur. Gagnkvæmt og verðskuldað traust er gulli betra í öllu samstarfi, ekki síst í þeirri flóknu og fjölbreyttu grein sem ferðaþjónustan er sannarlega
Í félagi eins og Leiðsögn þurfum við leiðsögumenn líka að geta treyst hvert öðru. Því miður virðist nokkur misbrestur hafa verið á því undanfarin ár. Þess vegna höfum við sem nú erum í forystu félagsins lagt kapp á að efla traust til félagsins, bæði inn á við og út á við. Varðandi fyrri þáttinn má til dæmis nefna að við höfum unnið markvisst að því að bæta verkferla og utanumhald gagna sem varða starfsemi félagsins og sjóða þess og gætt vel fjárhags félagsins á þessum viðkvæmu tímum í ferðaþjónustunni. Ennfremur gengur vinna við nýjar siðareglur félagsins í samvinnu við Siðfræðistofnun H.Í. vel og verða tillögur að þeim kynntar fyrir félagsmönnum á næstunni.
Skýr og skiljanlegur lagarammi er öllum félögum nauðsynlegur. Á síðasta aðalfundi Leiðsagnar var ákveðið að skipa lagabreytinganefnd sem tók til starfa s.l. haust. Sú vinna gengur afar vel og verður breytingatillagan kynnt á félagsfundi og síðan lögð fyrir aðalfund til samþykktar. Tilkynnt verður um stað og tíma beggja þeirra funda innan tíðar.
Því miður eru nú sem fyrr nokkur brögð að því að ferðaþjónustufyrirtæki fari ekki að kjarasamningum og stundi jafnvel það sem stundum er kallað launastuldur. Sökum smæðar sinnar hefur Leiðsögn ekki haft burði til að gæta hagsmuna félagsmanna sem skyldi, en nú hefur Kjaranefnd undir forystu Snorra Steins Sigurðssonar gert átak í þessum efnum í samvinnu við ASÍ, VR og fleiri aðila sem gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Sem dæmi má nefna að nú í þessari viku var fundað með ónefndu ferðaþjónustufyrirtæki vegna afar losaralegra ráðningarsamninga og meints launastuldar. Á honum voru málin rædd af hreinskiptni Vonandi verður hann til þess að það fyrirtæki og fleiri átti sig á því að slík vinnubrögð viðsemjenda okkar verða ekki liðin í framtíðinni.
Traust á okkur leiðsögumönnum, og þar með félaginu okkar út á við, byggist náttúrulega fyrst og fremst á því hvernig við innum störf okkar af hendi. Nú á tímum fjöl- og samfélagsmiðla skiptir jákvæð umfjöllun líka miklu máli. Þess vegna hef ég reynt að vekja athygli á mikilvægi leiðsögumannsins í greinum og viðtölum, m.a. í tengslum við Alþjóðadag leiðsögumanna þann 21. febrúar síðastliðinn.
Ein þessara greina, Menningarknúin ferðamennska (Fréttablaðið,10. janúar 2022) vakti athygli Lilju Daggar Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningarmála, og hafði ráðuneytið samband við formann og bauð fulltrúum Leiðsagnar á fund með ráðherra. Við Harpa Björnsdóttir, ritari Leiðsagnar, áttum mjög góðan fund með ráðherra og aðstoðarfólki í síðasta mánuði. Ráðherra sýndi mikinn áhuga og skilning á mikilvægi leiðsögumanna í ferðaþjónustunni og lýsti áhuga á að efla og styrkja sambandið milli Leiðsagnar og ráðuneytisins, meðal annars með reglulegum fundum.
Veturinn hefur verið ansi stormasamur í margvíslegum skilningi þess orðs. En nú lengir daginn hratt, vorið er handan við hornið og við stefnum ótrauð að því að hittast til að ræða sameiginleg hagsmunamál okkar leiðsögumanna.
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.